fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Rósa Ingólfs: Óskiljanlegt að konur vilji lyfta þungum lóðum

Vill leggja áherslur á mjúkar og kvenlegar línur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. apríl 2016 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur verða að gæta sín á að slíta sér ekki út í tilgangslausri líkamsrækt sem miðar að því að byggja upp karlmannlega og samanrekna vöðva. Þetta segir leikkonan og sjónvarpskonan fyrrverandi Rósa Ingólfsdóttir í pistli á vefritinu kvon.is. Óhætt er að segja að Rósa fari mikinn í pistlinum.

Komið út í vitleysu

Rósa segir líkamsrækt kvenna vera komna út í vitleysu. „Þegar ég lagði stund á dansmennt hjá Jazzballettskóla Báru hér um árið, þá æfðum við konurnar eftir kerfi sem kennt er við svokallað upphitunarkerfi atvinnudansara,“ segir Rósa.

Hún segir Báru aldrei hafa farið út í kraftlyftingar eða að svelta sig heldur lagt áherslu á mjúkar, kvenlegar línur og styrkan líkama. Í dag sé staðan hins vegar önnur – og verri.

Ekki hægt að vinna á móti náttúrunni

„Konur eru farnar að nærast á grjónum og vatni og eru margar að umbreytast í einhverjar plastfælur, líta út eins og þrútnir karlmenn eftir átökin í ræktinni til að lyfta 120 kílóum í bakpressu. Þetta finnst mér ekki rétt. Konur eru konur og eiga að líta út eins og konur. Konan er ekki byggð eins og karlmaður. Konur vilja vera kvenlegar. Þess vegna er óskiljanlegt að konur í dag vilji lyfta lóðum sem nema á annað hundrað kílóum og bæta á sig umfram þyngd sem þær hafa svo ekkert að gera við,“ segir hún. Þess má þó geta að einkaþjálfarar og fleiri mæla með því að fólk lyfti lóðum, meðal annars í þeim tilgangi að brenna fitu.

Rósa segist ósjaldan hafa komið að konu grátandi úti í hörni því maðurinn hennar sagði að hún væri ekki nógu kvenleg. „Vilja konur virkilega vera svona þrútnar af átökum við lóðin og grenja svo bak við luktar dyr, því þær eru ekki nægilega kvenlegar? Ég hef ekki nokkra trú á því,“ segir hún og bætir við:

„Hverju sem fólk reynir svo að breyta með þessu þá er ekki hægt að vinna svona á móti náttúrunni; konur mega gæta sín á því að slíta sér ekki út í tilgangslausri líkamsrækt sem miðar að því einu að byggja upp karlmannlega og samanrekna vöðva. Styrkur konunnar er fólginn í mýktinni. Konan er sífellt að spegúlera í því hvort hún sé nógu falleg fyrir karlmanninn og finnst hún jafnvel of feit. Kvenleg fegurð er eftirsóknarverð en sannleikurinn er sá að allar konur geta verið fallegar ef þær bara slaka á og líta í gaupnir sér.“

Íslenski maturinn besta fegrunarmeðalið

Besta fegrunarmeðalið segir Rósa vera íslenska heimilismatinn. „Í heimalöguðum máltíðum sem eldaðar eru frá grunni, er öll bætiefni að finna og samhliða því sem konur ættu að æfa eftir kvenlegu æfingakerfi megum við ekki vaða svo langt í æfingunum að við förum að rymja í salnum og reka stórkarlalega við.“

Að lokum þakkar Rósa, Báru í Jazzballettskólanum, Dísu í World Class, Ágústu Johnson og Jónínu Ben. Hún segir þær hafa verið óþreytandi í viðleitni sinni til að hjálpa honum að rækta kvenlega fegurð sína.

Pistil Rósu má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum