fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Joylato: Hamingjuís sem bragðast betur og lætur manni líða miklu betur

Kynning

Lífrænt hráefni – íslenskt hráefni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. janúar 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ís á ekki bara að vera hvítur sykur, maískornsíróp, gervibragðefni, fylliefni eða bindiefni. Við notum aðeins hráefni beint úr náttúrunni og þannig verður ísinn ekki bara miklu hollari heldur miklu bragðbetri,“ segir Pranava Rúnar Gígja, eigandi ísbúðarinnar Joylato (Hamingjuís!) sem var opnuð föstudaginn 13. nóvember, að Laufbrekku 30 (Dalbrekkumegin) í Kópavogi, í sama húsi og heilsuverslunin Mamma veit best.

„Við notum ekki tilbúin ísblöndunarefni eða önnur efni sem eru búin til í verksmiðjum heldur notum við mat – alvöru vanillubaunir, alvöru lífrænan hrásykur, lífrænan kókossykur, lífrænt hlynsíróp og lífænar döðlur – við erum að nota mat, lífrænan mat eins og móðir náttúra gerir best! Út úr þessu kemur ís sem er einstaklega bragðgóður en líka þannig að manni líður virkilega vel eftir að hafa borðað hann,“ segir Pranava

„Ís á ekki bara að vera hvítur sykur, maískornsíróp, gervibragðefni, fylliefni eða bindiefni.“

Allt hráefni Joylato er unnið á staðnum en Joylato gerir ís úr eigin kókos-, möndlu- og kasjúmjólk og allt sem er í boði er glútenlaust og lífrænt nema kúamjólkin, en hún kemur frá Rjómabúinu Erpsstöðum í Búðardal og er ófitusprengd, og jarðarberin, sem eru íslensk, eru frá Sólbyrgi og ræktuð án eiturefna; og loks aðalbláberin sem eru tínd í íslenskri náttúru.

Það er mikið sjónarspil að fylgjast með sjálfri ísgerðinni. Hver og einn ís er framleiddur um leið og hann er pantaður af viðskipvinum. Notast er við fljótandi köfnunarefni sem snögg kælir hráefnið og er ísinn því tilbúinn á augabragaði.
Framleiðslueldhúsið er frammi í versluninni. Viðskiptvinir geta því fylgst með þegar ísinn þeirra er lagaður og snögg frystur.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Ískexið heimatilbúið – Glútenlaust og lífrænt hráefni

Ískexið sem stungið er í ísskúlurnar er einnig lífrænt og glútenlaust og búið til á staðnum.

Ísinn er allur unninn frá grunni og aldrei er á boðstólum ís sem búið er að geyma í frysti.

Joylato býður líka upp á lífrænt kaffi, heitt súkkulaði, indverskt chai, affogato og lífrænt hrásúkkulaði.

Það er sjaldgæft ef ekki einsdæmi að heyra um ís sem er jafnframt heilsufæði og mörgum kann að detta í hug að slíkur ís sé ekki mjög sætur á bragðið eða ljúffengur. En það er öðru nær – flestir sem hafa smakkað Joylato finnst hann einstaklega bragðgóður en jafnframt fyllir hann fólk vellíðan sem fylgir því löngu eftir að ísinn er farinn sína leið í gengum meltinguna.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Frábærar umsagnir ánægðra viðskiptavina

Viðskiptavinir Joylato segja yfirleitt að þetta sé langbesti ís sem þeir hafa nokkurn tíma bragðað og um ánægju þeirra vitna margar lofsfullar umsagnir viðskiptavina á Facebook-síðu Joylato:

Besti ís sem ég hef fengið! Mæli með ísbíltúr í Kópavog.

Hef aldrei áður skrifað review um stað, en ég er bara ástfanginn af þessum … mæli sérstaklega með kókosbase ísnum með saltaðri karmellu.

Mjög gott framtak og frábær ís, góður valkostur við gamla sykurjukkið.

Ótrúlega góður ís og besta kaffið á höfuðborgarsvæðinu.

Klárlega besti ísinn í bænum!

Umsagnirnar hér að ofan eru aðeins lítið brot af lofinu sem viðskiptavinir ísbúðarinnar skrifa inn á Facebook-síðu hennar.

Renndu við og smakkaðu

Sem fyrr segir er Joylato til húsa að Laufbrekku 30, Kópavogi, Dalbrekkumegin.
Opið er til 21 öll kvöld nema miðvikudaga, en þá er lokað. Búðin er opnuð á hádegi virka daga en kl.13 um helgar.

Ice cream, ice cream, ice cream, ice cream!
You are my heart’s sweetness-fulfilled dream.
You halve my mind’s melancholy;
You make my life once more jolly.

-Sri Chinmoy

Joylato: Eitthvað Fyrir Alla!
M:Kúamjólk A:Möndlumjólk H:Hnetumjólk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum