fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Björgvin Páll búinn að gera upp hug sinn varðandi forsetaframboð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. febrúar 2024 10:21

Björgvin Páll í leik með íslenska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er búinn að gera upp hug sinn varðandi forsetaframboð. Björgvin útilokaði ekki að bjóða sig fram til forseta þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri í vor.

Björgvin hefur nú gert upp hug sinn og hann ætlar ekki að bjóða sig fram að svo stöddu. Þetta tilkynningar hann í langri færslu á Facebook-síðu sinni.

„Langar þig að verða forseti? Það var spurningin sem Karen konan mín spurði mig að þegar èg sagði henni fyrst frá draumi mínum um að langa að verða forseti Íslands. Draumur sem varð fyrst til inni á BUGL 8 ára gamall, sá draumur styrktist við móttöku á fálkaorðu 15 árum síðar, sá draumur varð síðan aðeins raunverulegri með útgáfu barnabókarinnar minnar (Barn verður forseti) í desember 2022 og varð draumur þessi svo fyrst spennandi þegar Reykjavík síðdegis og Vísir.is stóðu fyrir könnun fyrir rúmi ári síðan þar sem fram kom að um 40% aðspurðra gátu séð mig fyrir sér sem forseta Ísland,“ segir Björgvin meðal annars.

Björgvin segir að hann langi að verða forseti, það sé aðeins einn af þeim mörgu draumum sem hann á.

„En ekki núna. Ég tel mig ekki nægilega lífsreyndan til þess að vera forseti. Eins eru allskonar aðrir draumar að flækjast fyrir mér sem ég þarf að uppfylla fyrst. Þeir draumar tengjast íþróttum, börnunum mínum og öllum hinum börnunum. Það má leyfa sér að dreyma og eins og Vigdís Finnbogadóttir orðaði það við embættistökuna 1980 „Vér erum þelið sem draumar spinnast úr“ Áfram Ísland!“

Færslu Björgvins má lesa í heild sinni hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað