fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Fréttir

Síbrotamaður réðst á 15 ára dreng fyrir utan 10-11 í Austurstræti – Ákærður fyrir 22 brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. desember 2020 18:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nálægt var í dag dæmdur í 10 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir langan lista af afbrotum.

Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á 15 ára dreng fyrir utan verslun 10-11 Austurstræti þann 20. janúar 2020, slegið drenginn með flötum lófa í hægri öxl og sparkað í hægri síðu hans með hægri fæti, með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut eymsli í hægri öxl og hnúalið. Hinn ákærði er sagður hafa beitt drenginn ógnunum og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi.

Fyrir utan þetta er maðurinn sakfelldur fyrir langan lista af þjófnaðarbrotum, húsbrotum og fíkniefnabrotum. Brotin eru samtals 22.

Hann er einnig sakfelldur fyrir aðra líkamsárás, en fimmtudaginn 21. maí 2020 réðst hann á mann fyrir utan Hlemmur Square hótel og sló hann með krepptum hnefa í andlit og hlaut maðurinn sprungna vör og mar á augnknetti af árásinni.

Hinn ákærði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 13. september. Dregst sá tími frá 10 mánaða fangelsisdómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnandi viðskiptavinur henti vörum um öll gólf verslunar – Hnuplarar staðnir að verki

Ógnandi viðskiptavinur henti vörum um öll gólf verslunar – Hnuplarar staðnir að verki
Fréttir
Í gær

Morðið í Sandgerði – Búið var að breiða yfir líkið á stofusófanum

Morðið í Sandgerði – Búið var að breiða yfir líkið á stofusófanum
Fréttir
Í gær

Fingralangur nágranni frá helvíti – Sagður hafa látið til skarar skríða í Hlíðunum og Hafnarfirði

Fingralangur nágranni frá helvíti – Sagður hafa látið til skarar skríða í Hlíðunum og Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Skötufirði – Safnað fyrir föðurinn

Harmleikurinn í Skötufirði – Safnað fyrir föðurinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í bíl og rúðubrot í miðborginni

Eldur í bíl og rúðubrot í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI

Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stillti símanum upp og tók myndband af barnungum stelpum skipta um föt

Stillti símanum upp og tók myndband af barnungum stelpum skipta um föt