fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Lífeyrissjóðirnir eiga ekki að vera eins og opið seðlaveski fyrir fyrirtækin í landinu

Auður Ösp
Föstudaginn 1. maí 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair er tæknilega séð gjaldþrota og það orkar tvímælis að nota lífeyrisjóði almennings til að halda fyrirtæktinu á lífi. Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Hann segir stjórnvöld verða að standa við kjarasamningsbundin loforð gagnvart almenningi áður en sparifé er eytt í hlutabréfakaup í Icelandair.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Líkt og áður hefur komið fram þá stefnir Icelandair að því að auka hlutafé sitt um tæpa 30 milljarða með almennu hlutafjárútboði. Nýjir fjárfestar og almenningur munu þá sitja við sama borð og núverandi hluthafar.

Tæplega helmingur hlutafjár í Icelandair er í eigu íslenskra lífeyrissjóða.  Lífeyrissjóður verslunarmana er næst stærsti hluthafinn í Icelandair, með 12 prósent eignarhlut.

Í samtali við RÚV segir Ragnar Þór að aukin fjárfesting verslunarmanna í Icelandair verði að vera háð ákveðnum skilyrðum.

„Ég mun gera kröfu og beita mér að fullum krafti fyrir því að það verði ekki sett króna í slíkan pakka fyrr en búið er að ganga frá kjarasamningsbundum loforðum stjórnvalda við almenning , og koma með raunverulegan björgunarpakka sem mun grípa fólkið okkar sem er að missa vinnuna og fer á strípaðar atvinnuleysisbætur núna í haust.“

Ragnar telur einnig að ekki hafi verið gert  nægilega mikið fyrir islenskt launafólk í þeim þrengingum sem nú steðja að. Það verði að ganga í málin í þessum mánuði.

„Lífskjarasamningurinn mun ekki halda, og að öllum líkindum falla vegna þess að stjórnvöld hafa ekki staðið við sitt gagnvart almenningin og verkalýðshreyfingum,“ segir Ragnar jafnframt og bætir við að að ekki sé hægt að nota lífeyrissjóðina eins og opið seðlaveski handa fyrirtækjunum í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári