fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025

Gullöld miðaldra iðnaðarmanna að hefjast

Svarthöfði
Sunnudaginn 9. júní 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hefur tekið eftir að sumir miðaldra karlmenn ganga um bísperrtir og skælbrosandi þessa dagana. Þetta er þjóðfélagshópur sem hefur verið undirokaður í áratugi, nefnilega stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Liverpool. Betur þekktir sem Púlarar. Enda var liðið þeirra að lyfta stærstu mjólkurdollu Evrópu og allt virðist á réttri leið hjá þeim.

Púlarar er vissulega réttnefni því oft eru þetta menn sem vinna strangheiðarleg störf. Iðnaðarmenn, sjómenn, vörubílstjórar. Þetta eru týpur sem seint verða sakaðir um að fylgja tískustraumum eða að vera hip og kúl. Þegar þessir menn voru ungir átti Liverpool sitt besta skeið. Titlarnir röðuðust inn, bæði innan og utan landsteinana.

En svo skall tíundi áratugurinn á og Liverpool hefur verið í meðallagi. Unnið einstaka dollu af og til en aldrei unnið úrvalsdeildina og ekki nema í örfá skipti átt sjéns. Lækkaði nú risið hjá þessum þjóðfélagshópi og biturðin festist í sessi með hverju vonbrigðaárinu á fætur öðru. „Næsta tímabil“ varð algengasta orðasamsetningin sem þeir notuðu. Þeir fóru einnig að lifa á fornri frægð, líkt og Fjölnismenn sem litu tárvotir til þjóðveldisaldar á meðan samtímamenn þeirra sultu í vistarbandi og börðust við sull og berkla.

Svarthöfði hefur einnig tekið eftir breytingum hjá öðrum þjóðfélagshópum. Manjú-menn sjást varla á götunum lengur. Þetta eru aðeins yngri menn, alveg við það að detta í miðöldrun. Fordekraðir tappar sem voru óþolandi í tuttugu ár. Þeir voru „glory-hunterar“ síns tíma eins og Púlararnir. Þeir tóku einnig ástfóstri við Schumacher, Tiger Woods, Tyson og Jordan. Þegar er byrjað að örla á sömu hegðun hjá þessum hópi og hjá Púlurum, það er að lifa á fornri frægð og tala um „næsta tímabil“, sem þeir gerðu svo mikið grín að Púlurum fyrir áður.

Treflarnir, eða hipsterarnir, hafa oftast stutt Arsenal, það er þeir sem horfa á fótbolta yfir höfuð. Þeir sem áður mærðu Arsene Wenge og Thierry Henry á meðan þeir svolgruðu í sig Café Americano og hámuðu í sig Ciabatta með eggaldin, hafa nú að mestu hætt að ræða enska boltann. Nýjasta platan með Belle & Sebastian er sársaukaminna umræðuefni fyrir þá.

Stuðningsmenn Chelsea eru margir hverjir ljóshærðir bankastarfsmenn sem aldrei höfðu horft á enska boltann áður en Eiður og Abramovich komu þangað. Gengi liðsins skiptir þá litlu enda hafa þeir hvort eð er meiri áhuga á crossfit og cyclothon en að sitja á sveittri fótboltakrá.

City-menn geta góðu gengi fagnað en þeir eru reyndar sjaldgæfari en himbrimar. Lífið breytist heldur ekkert hjá þeim sem völdu sér þá ógæfu að halda með miðlungsgóðum og lélegum liðum. Til að mynda sér ekkert fyrir endann á hinu endalausa svartnætti hvítklæddra Leeds-ara. Að halda með liði í enska boltanum er ákvörðun fyrir lífstíð. Svarthöfði hvetur því lesendur sína til að velja vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu