fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fréttir

Ladyboys og vændiskonur í Pattaya: Bandaríski herinn breytti fiskiþorpi í partíborg

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 18. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taíland er eitt af fjölsóttustu löndum heims en samkvæmt nýjustu tölum koma þangað um 33 milljónir árlega. Vöxturinn þar er einnig hraðari en víðast hvar annars staðar. Einn vinsælasti staðurinn til að heimsækja er strandborgin Pattaya í Taílandsflóa en hún var einungis lítið sjávarþorp áður en bandarískir hermenn hófu að venja komur sínar þangað á árum Víetnamstríðsins. Vændi er stór iðnaður í Taílandi og sérstaklega í Pattaya. Bæði eru þar starfandi vændiskonur og svokallaðar ladyboys en í Taílandi er meira umburðarlyndi fyrir þeim en víðast hvar annars staðar í Asíu og heiminum öllum.

Höfuðborgin Bangkok er orðin að miðpunkti flugsamgangna í Asíu og mikill fjöldi fer þar í gegn. Nota margir ferðamenn tækifærið og eyða nokkrum dögum þar á leið sinni annað í Asíu. Í borginni eru þrjú hverfi sem eru undirlögð kynlífsiðnaðinum en annars staðar í borginni er hann ekki vel sýnilegur.

Meðal þeirra sem stunda vændi eru ladyboys en sú menning er bæði sterk og útbreidd í landinu. Ein af ástæðunum fyrir því á sér rætur í trúnni en meirihluti landsmanna er búddatrúar. Í Taílandi eru ladyboys kallaðar kathoey, sem er tvíkyngert tákn tengt búddismanum. Því er umburðarlyndið gagnvart ladyboys meira en víðast annars staðar. Þetta er einnig tengt endurholdgun því Taílendingar telja að ef karl er vondur við eiginkonu sína og börn þá fæðist hann sem kathoey í næsta lífi. Það er þó langt því frá að ladyboys séu settar á stall, frekar litið niður á þær og dæmi um að fjölskyldur hafi útskúfað þeim.

Ekki óvenjulegt að giftar húsmæður stundi vændi

Ladyboys eru ekki endilega allar transkonur og margar þeirra líta á sig sem hluta af „þriðja kyninu“, hálfgerðan karl eða hálfgerða konu. En hjá sumum er þetta einungis viðskiptamódel til að skapa sér lífsviðurværi, til dæmis með því að koma fram í kabarettsýningum. Í Taílandi er það gríðarlega mikilvægt atriði að skaffa og sjá fjölskyldu sinni farborða. Ef ladyboy getur framfleytt fjölskyldunni með þessu, þá er það umborið. En þó finnst sumum Taílendingum það niðurlægjandi og skammast sín fyrir að eiga fjölskyldumeðlim sem fellur ekki inn í hið hefðbundna form.

Fyrir karlmenn að ganga inn í þennan heim og gerast ladyboys fylgir ákveðin ábyrgð því í raun eru þeir að ganga inn í heim kvenna sem sjá um uppihald fjölskyldunnar. Konur halda taílensku samfélagi gangandi en karlmennirnir hafa minni ábyrgð.

Í Taílandi er það ekki óvenjulegt að giftar konur, kannski með tvö börn, stundi vændi til að sjá fyrir heimilinu. Það er umborið og þykir ekki niðrandi sem slíkt eins og á Vesturlöndum. Þetta er aðferð til að útvega fé fyrir heimilið en vitaskuld kemur upp óánægja og árekstrar.

Gylliboð og misheppnaðar aðgerðir

Ladyboys þykja almennt lífsglaðar og hafa mikinn húmor fyrir sjálfum sér. Sérstaklega hafa þær gaman af því að daðra við Vesturlandabúa, sem nefnast farang á taílensku, og flestar þykja þær nokkuð góðar í ensku. Ladyboys sem stunda vændi eru um margt öðruvísi hópur en vændiskonur því að þær eru frekar áhyggjulausar og frjálsar og ekki með mann og börn á bakinu.

Líf ladyboys er þó sannarlega ekki dans á rósum og þær þurfa að kljást við miklar áskoranir. Sérstaklega í tengslum við ýmsar aðgerðir sem framkvæmdar eru af oft vafasömum aðilum. Þessar aðgerðir eru dýrar og erfitt að fylgja þeim eftir. Þær eru stanslaust að dæla í sig bótoxi og alls kyns efnum sem eiga að laga hitt og þetta. Sílikon er of dýrt fyrir þær og sumar af þeim eru búnar að fara illa með líkama sinn, rass, brjóst og fleira, út af þessu. Í Taílandi eru aðgerðirnar stór markaður og alls kyns skottulæknar sem bjóða ódýrari aðgerðir sem reynast illa.

Pattaya árið 1965
Pattaya í dag

Bandaríski herinn breytti Pattaya í partíborg

Strandborgin Pattaya er vel þekkt og jafnvel alræmd fyrir skemmtanalífið. Pattaya var smáþorp þar til bandarískir hermenn af stöðinni U-Tapao hófu að venja þangað komur sínar á árum Víetnamstríðsins. Þegar stríðinu lauk hélt Pattaya áfram að þróast sem skemmtanaborg og er þekkt fyrir vændi. En þrátt fyrir orðspor tengt vændi, eiturlyfjaneyslu og öðrum saurlifnaði þá þykir mörgum sem koma þangað það furðulega lítið áberandi. En þar er mikið umburðarlyndi gagnvart vændi og krafa um að það sé stundað, bæði frá kaupendum og seljendum.

Ladyboys sem stunda vændi hafa miklu meira upp úr því en að vinna almenn störf eins og til dæmis í verslunum. Yngri vændiskonur eru hins vegar oft í einu eða tveimur störfum á daginn og selja sig svo um kvöldið og fram á nótt. Auk þess þurfa þær að sinna heimilinu.

Flestar sem stunda vændi eru á aldrinum 18 til 25 ára. Um þrítugt minnkar eftirspurnin eftir þeim nema í einstökum tilvikum. Margar lenda þá í mikilli krísu og verða alkóhólisma að bráð. Margar starfa á börum sem barstúlkur og sumar þeirra eldri vinna sig upp í að vera nokkurs konar yfirmenn eða maddömur hinna. Það er þó mikill minnihluti. Aðrir staðir sem vændi er mikið stundað á eru nuddstofur, karókístaðir og sérstök vændishús.

Barnavændi fyrirfinnst í Pattaya og annars staðar í Taílandi en það er litið mjög alvarlegum augum af yfirvöldum ef menn eru gripnir við að stunda samræði við börn undir 18 ára aldri. Upp að vissu marki er vændi unglinga, allt niður í 15 ára aldur, umborið og foreldrar oft samþykkir þar sem fjölskyldan á ekki til hnífs eða skeiðar.

Þó að vændi sé umborið í Taílandi þá er ekki þar með sagt að það þyki starfsvettvangur til að grobba sig af. Þvert á móti þá fylgir því skömm líkt og annars staðar. Vændiskonur starfa oft ekki á sama stað og þær búa. Sumar búa í Bangkok og vinna í Pattaya og öfugt. Margar koma frá norður- og austurhlutum landsins þar sem fátækasta fólkið býr.

Japanir bestir en Indverjar verstir

Algengur misskilningur er að kúnnahópurinn samanstandi mest megnis af vestrænum körlum því meirihlutinn af kúnnunum er Taílendingar. Aðeins um 20 til 30 prósent eru útlendingar og skiptir þjóðernið þá töluverðu máli.

Japanir eru sagðir vera bestu kúnnarnir og eru kallaðir þrisvar sinnum þrír hópurinn. Vændiskonurnar segja þá með þriggja sentimetra langt typpi, taki aðeins þrjár mínútur að fá það og borgi 3.000 böht (um 10 þúsund íslenskar krónur) sem er mikill peningur í Taílandi.

Indverjar eru hins vegar þeir sem þær vilja síst láta sjá sig með. Þeir koma oft þrír til fimm talsins og vilja kaupa eina vændiskonu saman. Fæstar af þeim samþykkja þetta en þegar hallar undan fæti hjá þeim, farið er að síga á nóttina og enginn kúnni sjáanlegur þá taka þær oft þessum boðum.

Íslendingar hafa stundað það að fara til Taílands í þessum erindagjörðum, oft þeir sem eiga við vandamál á borð við alkóhólisma að stríða og einmana karlmenn sem eru komnir vel á fullorðinsár. Sumir þeirra eiga við einhverja fötlun að stríða og þá er ódýrt að lifa í Taílandi. Hægt er að kaupa svokallaða heimilisþjónustu sem er vændi því þar fylgja ýmiss konar greiðar með.

Margar af þessum konum segjast ekki vera vændiskonur heldur aðeins barstelpur, sem hitta menn á börum, búa hjá þeim í nokkra daga, fá pening og vörur fyrir. Margir telja sér trú um að þetta sé einmitt þannig, að þetta sé ekki vændi heldur aðeins „að vera á djamminu“ eða eitthvað slíkt en það er aðeins sjálfsblekking. Þessi tegund af vændi er stunduð undir öðrum formerkjum.

Sumir kúnnar eru kallaðir ATM, hraðbankar, og vændiskonur eiga auðvelt með að sjá sigta þá út. Um þessa ATM-kúnna myndast oft mikil samkeppni.

BANGKOK, THAILAND – OCTOBER 15: A prostitute wears black in memory of the late King of Thailand on October 15, 2016 in Bangkok, Thailand. The country is grieving the death of their King Bhumibol Adulyadej, the world’s longest-reigning monarch, who died at the age of 88 in Bangkok’s Siriraj Hospital on Thursday after a 70-year reign. The Crown Prince Maha Vajiralongkorn had asked for time to grieve the loss of his father before becoming the next king as the nation waits for the coronation date. (Photo by Paula Bronstein/Getty Images)

„Hestalyf“ vinsælasta dópið

Í Taílandi er mjög áhættusamt að taka inn eiturlyf því í þau kann að vera blandað alls kyns hættulegum efnum. Eitt vinsælasta dópið í Taílandi er kallað yaba sem er blanda af amfetamíni og koffíni og er annaðhvort gleypt eða hitað og því andað að sér. Yaba merkir á íslensku hestalyf.

Mest af því á rætur sínar að rekja til gullna þríhyrningsins sem nær yfir hluta Búrma, Kína, Laos og Taílands. Víman af yaba er sögð minna á alsælu og þetta er notað mikið af ladyboys. Yaba hefur þó mjög slæm áhrif á þær sem eru á hormónalyfjum fyrir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Í gær

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni
Fréttir
Í gær

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Í gær

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu