fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
Fréttir

Dregur í land með hluta móðgana sinna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. janúar 2026 18:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla reiði og særindi í ýmsum NATO-ríkjum með ummælum í garð framlags hermanna frá þessum ríkjum til hinna áralöngu hernaðaraðgerða í Afganistan. Hefur hann meðal annars sagt að hermenn frá öðrum ríkjum en Bandaríkjunum hafi haldið sig til hlés í átökum og passað sig að fara ekki of nærri víglínunni. Hefur hann meðal annars nefnt hermenn frá Danmörku, Bretlandi og Kanada í þessu samhengi. Hafa þessi orð valdið miklum særindum og reiði í þessum löndum og talin vera móðgun við minningu hermanna þessara ríkja sem féllu í Afganistan og við framlag þeirra hermanna sem lifðu af en biðu eins og margir bandarískir hermenn varanlegan skaða af. Hafa á samfélagsmiðlum birst fjöldi mynda af líkkistum hermanna þessara ríkja sem féllu í Afganistan og fjöldi viðtala birst í fjölmiðlum við m.a. danska hermenn sem börðust við hlið kollega sinna frá Bandaríkjunum. Forsetinn hefur nú í raun dregið hluta orða sinna til baka en ekki að öllu leyti.

Bara Bretland

Trump birti nú fyrir stundu færslu um breska hermenn á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Hann dregur þó ekki fyrri orð sín með beinum hætti til baka og biðst heldur ekki afsökunar eins og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hafði krafist. Trump skrifar:

„Hinir frábæru og hugrökku hermenn Bretlands munu alltaf standa með Bandaríkjunum. Í Afganistan féllu 457 þeirra, margir særðust illa og þeir voru meðal hinna merkustu stríðsmanna. Þetta eru tengsl sem eru of sterk til að rofna nokkurn tímann. Breski herinn, með sitt mikla hjarta og sál, stendur engum her að baki (nema þeim bandaríska). Okkur þykir vænt um ykkur öll og mun ávallt þykja það.“

Ljóst er hins vegar að Danir, Kanadamenn og fleiri ríki sem áttu hermenn sem féllu í Afganistan bíða eftir sams konar orðum um þá og einn þeirra sem krefst þess opinberlega er danski hagfræðingurinn Lars Christensen, sem er þekktur hér á landi fyrir skrif sín um íslenska efnahagsmál. Hann skrifar á Facebook:

„Gerðu svona færslu um Danmörku og Kanada.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Helgi Bjartur kemur brátt fyrir dómara

Hafnarfjarðarmálið: Helgi Bjartur kemur brátt fyrir dómara
Fréttir
Í gær

„Getum ekki byggt gott umhverfi fyrir fólk, ef við vitum ekki hvers konar umhverfi er gott“

„Getum ekki byggt gott umhverfi fyrir fólk, ef við vitum ekki hvers konar umhverfi er gott“
Fréttir
Í gær

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnt til viðurkenningar á faðerni en hefur aldrei séð barnið sitt

Stefnt til viðurkenningar á faðerni en hefur aldrei séð barnið sitt