fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. september 2025 13:30

Hin spænska Melody á Eurovision í Basel í vor. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánverjar hóta að taka ekki þátt í Eurovision í vor ef Ísraelar fái að taka þátt. Feta þeir í fótspor Slóvena og Íslendinga sem einnig hafa sett fyrirvara um þátttöku.

„Ég tel að við getum ekki normalíserað þátttöku Ísraels á alþjóðlegum viðburðum eins og ekkert sé að gerast,“ sagði Ernest Urtasun, menningarmálaráðherra Spánar. Hann hefur óskað eftir því að Spánn dragi sig úr keppninni taki Ísrael þátt. „Á viðburðum eins og Eurovision er verið að koma fram fyrir hönd landa. Í Eurovision er listamaðurinn ekki að taka þátt á eigin vegum heldur fyrir hönd íbúa landsins síns.“

Slóvenar riðu á vaðið og tilkynntu að þeir hyggðust ekki taka þátt í Eurovision árið 2026 verði Ísraelar með. Þá tilkynnti Rúnar Freyr Gíslason, verkefnisstjóri sjónvarps hjá RÚV, að afar ólíklegt væri að Ísland verði með ef Ísrael verður með.

Ólíkt Slóveníu og Íslandi þá er Spánn stórþjóð, ekki aðeins í venjulegum skilningi heldur einnig á sviði Eurovision. En Spánn er ein af svokölluðum „stóru 5“ löndum sem hafa sérstöðu í keppninni. Það er komast sjálfkrafa í lokakeppnina og greiða mest til hennar. Hin löndin eru Bretland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland.

Um miðjan desember þurfa lönd að hafa staðfest þátttöku sína í Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. En eins og greint er frá í miðlinum Huffington Post þá er talið að önnur lönd, einkum Þýskaland og Ítalía muni jafn vel draga sig úr keppni ef Ísrael verði vikið frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“