fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. maí 2025 07:00

Skjáskot úr myndbandi frá CIA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með nýju og vel gerðu „vopni“ reynir bandaríska leyniþjónustan CIA að lokka Kínverja, sem eru gagnrýnir á kommúnistastjórnina, til að snúa baki við Xi Jinping, forseta, og leka viðkvæmum upplýsingum.

Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá að samband Bandaríkjanna og Kína er meira en bara deilur. Í skugganum geisar stríð og nýlega tók CIA nýtt vopn í notkun en það er ekki með öllu hættulaust fyrir CIA.

Þetta vopn er myndbandsherferð sem er beint að kínverskum almenningi og embættismönnum í von um að fá fólkið til að leka háleynilegum upplýsingum til CIA.

Sagan hefur sýnt að slíkt hefur komið sér vel fyrir Bandaríkin en um leið hefur það reynst mjög hættulegt fyrir Kínverja að gera leynisamning við erkióvininn.

Vopnið, eða herferðin, byggist á tveimur myndböndum sem CIA birti í síðustu viku á samfélagsmiðlum. Boðskapur þeirra er skýr og er beint að Kínverjum: Svíktu ættjörðina og bjargaðu sjálfum þér.

Myndböndin eru vel gerð, næstum í Hollywoodstíl. Í þeim er fylgst með aðalpersónunni í Kína. Að mestu í tengslum við daglegt líf, með fjölskyldunni, í vinnunni eða í bænum.

En aðalpersónan gengur næstum alltaf hratt og horfir um öxl sér eða flýtir sé inn um dyr þegar dökkklæddir menn hoppa skyndilega út úr sendiferðabíl. Í öðru atriði sést aðalpersónan mæta í matarboð þar sem plássunum við matarborðið er skyndilega fækkað um tvö.

Rödd, sem talar mandarín, segir: „Eftir því sem ég hækka í tign i flokknum, sé ég þá sem eru settir til hliðar eins og slitnir skór og nú sé ég að örlög mín eru jafn óörugg og þeirra“. The Guardian skýrir frá þessu en miðillinn hefur þýtt hluta af myndböndunum.

„Getuleysi leiðtoga okkar við að uppfylla síendurtekin fyrirheit um velmegun eru orðin opinbert leyndarmál. Það er kominn tími til að ég byrji að vinna í þágu minna eigin drauma,“ segir röddin einnig.

Báðum myndböndunum lýkur með að aðalpersónan tekur símann sinn upp og ýtir á rauðan hnapp sem á stendur „Hringdu í CIA“.

Myndböndin heita: „Af hverju ég hafði samband við CIA: til að fá stjórn á eigin örlögum“ og „Af hverju ég hafði samband við CIA: til að fá betra líf.“

CIA höfðar þannig til fólks um að leka leyndarmálum til leyniþjónustunnar gegn því að öðlast betra líf í veraldlegum gæðum talið. Er fólk hvatt til að leka upplýsingum fyrir fjárhagslegan ávinning en einnig til að öðlast stjórn á eigin örlögum.

Það þarf varla að taka fram að Xi Jinping og einræðisstjórn hans telja slíkt vera landráð og er refsað fyrir það með dauðadómi.

Í lok myndbandanna birtist lógó CIA og leiðbeiningar um hvernig er hægt að komast í samband við leyniþjónustuna á djúpnetinu svokallaða. Með því er hægt að komast hjá hinni gríðarlegu ritskoðun og eftirliti sem kínversk stjórnvöld viðhafa á Internetinu.

Í myndböndunum lofar CIA að vernda þá sem vilja hjálpa leyniþjónustunni. Það er eitt það mikilvægasta sem leyniþjónusta, sem er háð upplýsingaleka úr herbúðum óvinarins, gerir.

En gamalt mál, sem New York Times afhjúpaði 2017, sýnir að CIA hefur ekki alltaf staðið sig vel í að vernda uppljóstrara sína. Miðillinn komst að því að frá 2010 til 2012 tókst kínverskum yfirvöldum að afhjúpa net njósnara CIA í Kína. 18 til 20 þeirra voru annað hvort teknir af lífi eða fangelsaðir. Einn þeirra var til dæmis dreginn út í garð fyrir framan stjórnarbyggingu og skotinn til bana fyrir framan vinnufélaga sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Missir af EM
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði