fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Telur að svarið í máli Jóns Þrastar sé að finna á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. júní 2025 09:56

Jón Þröstur Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Brady, yfirmaður hjá írsku lögreglunni og einn þeirra sem rannsakað hefur hvarf Jóns Þrastar Jónssonar, segist telja að svarið í máli Jóns Þrastar sé að finna á Íslandi.

Fimm írskir lögreglumenn eru staddir hér á landi vegna rannsóknarinnar og munu írska og íslenska lögreglan alls taka skýrslur af 45 einstaklingum.

Sjá einnig: Var Jón Þröstur myrtur af launmorðingja sem fór mannavillt?

Jón Þröstur, fjögurra barna faðir, hvarf þann 9. febrúar 2019 eftir að hann sást yfirgefa Bonnington-hótelið í norðurhluta Dublin. Hann sást á öryggismyndavélum skammt frá hótelinu en síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans.

Brady segir í samtali við RTE News, sem The Irish Sun vitnar til, að markmið lögreglu sé að ræða við einstaklinga sem kunna að vita eitthvað um afdrif Jóns Þrastar.

„Við teljum að hvað sem gerðist fyrir Jón hafi það gerst í Dublin, en svörin við því hvað gerðist kunna að leynast hér á Íslandi,” segir Brady og bætti við að aðstandendur Jóns hafi gengið í gegnum harm og þjáningar síðastliðið sex og hálft ár.

„Við erum hér til að reyna að finna svör fyrir þau. Engin fjölskylda ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa þurft að þola,” segir hann.

Umfjöllun The Irish Sun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli