fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. maí 2025 07:00

Marjorie Taylor Greene er ansi umdeild. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Trump hafði rétt fyrir sér um allt,“ stóð á rauðu MAGA-derhúfunni hennar og engin furða því Marjorie Taylor Greene hefur lengi verið þekkt sem einn tryggasti og traustasti stuðningsmaður Donald Trump. En nú er komið annað hljóð í strokkinn.

Þegar Trump ávarpaði bandarísku þjóðina í mars, sýndi hún stuðning sinn við hann frá áheyrendasvæðinu í þinghúsinu með því að vera með rauða MAGA-derhúfu með textanum „Trump was right about everything!“

En nú er þessi umdeilda þingkona Repúblikana „pirruð“ og „æst“ yfir því sem hún segir vera fjölda svikinna kosningaloforða Trump og stjórnar hans.

„Ég er fulltrúi baklandsins og þegar ég er pirruð og æst yfir því hvaða stefnu  málin hafa tekið, þá ættir þú að átta þig á að baklandið er ekki ánægt,“ skrifaði hún í langri færslu á X um helgina.

Hún segist síðan vera mjög ósátt við yfirvofandi stríð við Íran. Auðlindasamninginn við Úkraínu. Bóluefni gegn Covid-19 og „árásir transfólks á börnin okkar“. Hún segir að stjórn Trump hafi svikið kjósendur sína þegar kemur að þessum málaflokkum.

Hún er þekkt stuðningskona ýmissa klikkaðra samsæriskenninga og er alfarið á móti bólusetningum. Hún telur að hægt sé að stjórna veðrinu og að Demókratar hafi sent fellibylinn Helene til að koma í veg fyrir að kjósendur á svæðum, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, gætu kosið í forsetakosningunum.

Hún hefur einnig lýst yfir andúð sinni á gyðingum og sagt sumar skotárásir í bandarískum skólum hafa verið sviðsettar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“