fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. mars 2025 21:38

Christian Bjarmi Alexandersson og Sölvi Snær Ásgeirsson. Mynd: Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verktakar sem hafa unnið saman við gerð varnargarða við Grindavík og Svartsengi síðan í nóvember 2023 hafa tekið höndum saman og verða aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar Ungmennafélags Grindavíkur (UMFG). Að auki hafa stærstu birgjar þeirra einnig gengið til liðs við þetta verkefni, sem er einstakt dæmi um samhug og samstöðu í kjölfar mikilla áskorana sem samfélagið í Grindavík hefur gengið í gegnum.

UMFG missti alla sína styrktaraðila í kjölfar náttúruhamfaranna þar sem þeir voru flestir úr Grindavík og urðu fyrir jafn miklum áhrifum og félagið sjálft. Í ljósi þess tóku eftirtaldir verktakar og birgjar sameiginlega ákvörðun um að styðja við UMFG og hjálpa félaginu að endurreisa starfsemi sína:

Ístak hf.

Íslenskir Aðalverktakar hf

Sveinsverk ehf

Ingileifur Jónsson ehf

Fossvogur

Hefilverk ehf

Skeljungur

Klettur

Kraftvélar

Armar Ehf

Berg Verktakar ehf

Samstarfið hefur einnig verið tákngert með sérstöku lógói sem vísar í form varnargarðanna og bókstafinn „G“ fyrir Grindavík, sem undirstrikar tengslin á milli þessara aðila og samfélagsins sem þeir styðja. Hönnunarstofan Kolofon og Baldur Kristjánsson ljósmyndari lögðu verkefninu lið með hönnun merkis og myndatöku.

Samstarfsaðilar óska UMFG góðs gengis á komandi leiktíð, Áfram Grindavík!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu