fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. mars 2025 18:44

Yfirlitsmynd af Gufunesi. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brottnám og misþyrmingar á 65 ára gömlum karlmanni frá Þorlákshöfn, sem leiddu til dauða hans, virðast hafa átt sér stað í kjölfar tálbeituaðgerðar. Þetta herma heimildir DV. Um þaulskipulagða aðgerð var að ræða sem margir tengjast. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi og fimm, sem sátu í haldi lögreglu skömmu eftir að maðurinn fannst látinn, hefur verið sleppt. Óstaðfestar heimildir DV herma að einhverjir af þeim fimmmenningum tengist málinu ekki á nokkurn hátt. Hins vegar sér ekki fyrir endann á því hvað margir kunna að tengjast málinu þegar upp er staðið en nýjasti sakborningurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun (sunnudag).

Meðal þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi eru tvær konur á fertugsaldri. DV hefur heimildir fyrir því að húsleit var gerð hjá annarri konunni í liðinni viku en hefur ekki upplýsingar um hvort og hvaða aðrar húsleitir hafa verið gerðar við rannsókn málsins.

Málið er talið flókið og viðamikið. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og lögreglu getur litlar upplýsingar veitt. Rannsókn miðar þó vel. Lögregla hefur ítrekað upplýst að máið snúist um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp.

Tálbeituaðgerðin sem talin er hafa átt sér stað í aðdraganda láts mannsins er af því tagi sem snýst um viðleitni ýmissa hópa til að afhjúpa meinta barnaníðinga. Þó hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að hinn látni hafi gerst sekur um slík brot og hann hefur ekki verið bendlaður við slíkt í umræðu. DV fjallaði fyrr á árinu töluvert um aðgerðir slíkra tálbeituhópa en þeir telja fórnarlömbum sínum trú um þeir séu í samskiptum við stúlku undir lögaldri í rafrænu spjalli og stúlkan býður þeim að hitta sig. Er hinn tálbeitti mætir á vettvang hittir hann fyrir tálbeituhópinn. Í þessu tilviki var hins vegar lýst eftir manninum fljótlega eftir að hann fór af heimili sínu í Þorlákshöfn og þegar lögregla hóf eftirgrennslan sína vaknaði grunur hennar um að maðurinn hefði verið frelsissviptur. Maðurinn virðist því hafa verið numinn á brott en ekkert hefur komið fram sem bendir til að það hafi verið í kjölfar stefnumóts.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi
Fréttir
Í gær

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það
Fréttir
Í gær

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Í gær

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Í gær

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“