fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 7. febrúar 2025 21:30

Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, hefur boðið borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks,  Viðreisnar og Flokk Fólksins til viðræðna um nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í færslu sem Einar skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu. Sagði hann ástæðu meirihlutaslitana , sem tilkynnt var um fyrr í kvöld, vera fyrst og fremst þá að hann sæi ekki fram á að geta knúið fram meiri breytingar í núverandi meirihluta.

„Ég tók þá ákvörðun í kvöld að slíta meirihlutasamstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Það var ekki auðveld ákvörðun en mikilvæg.

Ég bauð mig fram til þess að knýja fram breytingar í Reykjavík. Margt hefur áunnist á þessum þremur árum og þá sérstaklega þegar kemur að rekstri borgarinnar. Ég vil þakka samstarfsfélögum mínum fyrir samstarfið og vona að það verði áfram gott í borgarstjórn.

Pólitískar áherslur þessara flokka eru þó þannig ólíkar að ég tel að við í Framsókn náum ekki að gera þær nauðsynlegu breytingar sem Reykjavík þarfnast. Við þurfum að taka stærri ákvarðanir í húsnæðismálum og ryðja meira land. Við þurfum fjölbreyttari lausnir í leikskólamálum, eins og vinnustaðaleikskóla og daggæsluúrræði til að brúa bilið og við þurfum að halda enn betur utan um rekstur borgarinnar.

Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna og einfalda líf borgarbúa. Svo er brýnt að eyða óvissu um Reykjavíkurflugvöll og tryggja rekstur hans á meðan ekki er annar flugvöllur í boði.Reykjavík er enda höfuðborg allra landsmanna.

Ég hef þegar boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til umræðu um myndun nýs meirihluta. Vonandi gengur það vel. Áfram Reykjavík,“ skrifaði Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans
Fréttir
Í gær

Heimir Már tætir RÚV í sig og Sunna Karen svarar – „Þú fékkst upplýsingar um að fréttin færi í loftið klukkan 18“

Heimir Már tætir RÚV í sig og Sunna Karen svarar – „Þú fékkst upplýsingar um að fréttin færi í loftið klukkan 18“
Fréttir
Í gær

Leita manns sem gufaði upp á Íslandi árið 1999 – „Lenti hann í slysi? Var hann myrtur?“

Leita manns sem gufaði upp á Íslandi árið 1999 – „Lenti hann í slysi? Var hann myrtur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum