

Erlendur karlmaður missti meðvitund í Bláa Lóninu í dag. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á vettvang og hófust endurlífgunartilraunir strax, en rúmlega klukkustund síðar var maðurinn úrskurðaður látinn. Maðurinn var á sextugsaldri. Málið er nú í höndum lögreglu.