fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 22. október 2025 12:06

Verið er að rífa húsið við Kringluna 1.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, telur niðurrif Morgunblaðshússins í Kringlunni til marks um stuttan notkunartíma húsa og sóun. Steinsteypa losi mikinn koltvísýring.

Verið er að rífa húsið sem hýsti Morgunblaðið á árunum 1993 til 2006. Það stendur við Kringluna 1 en á reitnum hyggst fasteignafélagið Reitir reisa 420 íbúða byggð.

Einar bendir hins vegar á að þetta hús sé ekki mjög gamalt og þetta sé ekki eina dæmið um niðurrif nýlegri húsa á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum. Við Borgartún eitt sem hýsti lengi ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ofl., byggt um 1975. Eins fyrir nokkru húsalengju við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, kennda við Músík og Sport. Hún einnig frá því um 1975. Þar er meira niðurrif fyrirhugað,“ segir Einar í færslu á samfélagsmiðlum.

Tegund sóunar

Bendir hann á að 50 ára endingartími húsa sé ekki langur. Morgunblaðshúsið, sem nú er verið að rífa, er mun yngra en það. Tekið í notkun árið 1993.

„Er það bara ég, eða eru fleiri um þá skoðun að þetta sé ákveðin tegund sóunar?“ spyr hann og bendir á umhverfisáhrifin. „Steinsteypa losar mikinn koltvísýring. Hana má þó réttlæta m.a. með fjölbreyttri notkun og löngum endingartíma.“

Enn fremur bendir Einar á að Vífilsstaðaspítali hafi verið byggður um árið 1910. Flest stóru steinsteyptu húsin í Vesturbæ Reykjavíkur og Þingholtunum séu yfir 100 ára gömul.

„Engum dettur í hug að jafna þau við jörðu, enda vel við haldið af eigendum sínum. Voru líka byggð á sínum tíma til að standa lengi ekki satt?“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK