fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. september 2025 17:30

Frum líkti heimsmálunum við borðspilið Risk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Frum, aðalristjóri tímaritsins The Atlantic og fyrrverandi ræðuhöfundur Bandaríkjaforsetans George W. Bush, nefnir það sem hugsanlegt markmið fyrir Trump og Bandaríkjamenn að hernema Ísland í framtíðinni.

Frum, sem er einna þekktastur fyrir að hafa skapað frasann „Öxulveldi hins illa“ árið 2002, var í viðtali hjá kanadísku Youtube-rásinni The Hub og ræddi þar um stöðuna í heimsmálunum og einkum stöðu Bandaríkjanna undir Trump. Það er að Bandaríkin væru að afsala sér forystu í heiminum til Kínverja og Indverja og að asíska öldin væri að hefjast.

Sagði Frum að Bandaríkin undir stjórn Trump væru svartsýn að eðlisfari, kjósendur hans væri fólk sem hefði orðið undir í samkeppni og vildi einangra Bandaríkin. Í stað heims þar sem Bandaríkin færu með forystu þá væri heimurinn svæðisbundnari og Bandaríkin myndu reyna að treysta nærumhverfi sitt betur. Það sýndu hótanir Trump í garð Kanada, Grænlands og Panama sem dæmi.

„Þetta er eins og í borðspilinu Risk. Þú lokar svæðinu í Mið-Ameríku. Þú tekur Grænland og kannski þarftu Ísland líka. En þú getur ekki náð Kamtjatka en þú ert með Alaska og þú innsiglar Norður-Ameríku,“ sagði Frum. „Þetta er MAGA-sýnin. Gera virki úr Norður-Ameríku en láta restina af heiminum sjá um sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra