fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 21:30

Ball játaði tilraun til mannráns og manndráps. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Ian Ball sem reyndi að ræna Önnu Bretaprinsessu fyrir rúmri hálfri öld síðan segist saklaus í nýju viðtali. Honum var sleppt lausum af geðsjúkrahúsi fyrir sex árum síðan.

Atvikið átti sér stað þann 20. mars árið 1974 þegar Anna prinsessa, systir Karls III núverandi konungs, var á leið til Buckingham hallar ásamt eiginmanni sínum Mark Phillips, þernu, lífverði og ökumanni. Hún var þá 24 ára gömul.

Rolls Royce bíllinn sem þau keyrðu á var þvingaður til að stöðva við götuna Pall Mall af ökumanni sem reyndist vera Ian Ball. Ball steig út úr bíl sínum, tók fram hólk og byrjaði að skjóta. Hann skaut lífvörðinn, ökumanninn og þriðja mann sem reyndi að koma til hjálpar.

„Ekki fjári líklegt!“

Ball gekk að Rolls Royce bílnum og sagði að hann hygðist ræna Önnu prinsessu og heimta lausnargjald upp á 4 milljónir punda fyrir hana. Ball, sem var geðsjúkur, sagðist ekki ætla að eiga peningana sjálfur heldur láta þá rakna til breska heilbrigðiskerfisins.

Hann skipaði Önnu að koma út úr bílnum en því neitaði hún með orðunum: „Ekki fjári líklegt!“ (e. Not Bloody Likely!). Að lokum fór hún þó út úr bílnum ásamt þernu sinni en þá vildi svo vel til að fyrrverandi hnefaleikamaður, Ron Russell að nafni, kom aðvífandi og kýldi Ball og kom prinsessunni af vettvangi.

Vistaður á geðsjúkrahúsi í hálfa öld

Ball reyndi að flýja og lenti í öðrum skotbardaga við laganna verði áður en hann var að lokum handsamaður. Enginn lést í mannránstilrauninni en fjórir enduðu á spítala vegna skotsára.

Ian Ball játaði bæði tilraun til mannráns og manndráps í málinu. Hann var hins vegar fundinn ósakhæfur eftir að hafa verið greindur með geðklofa. Var hann vistaður á geðsjúkrahúsi í 45 ár, það er allt til ársins 2019.

Hafi verið gabb

„Ég var hræddari en hún,“ segir Ball í viðtali við breska blaðið The Daily Mail, 51 ári eftir hinn dramatíska atburð. Sagðist hann vera saklaus af þeim glæpum sem hann játaði á sig. „Ég er saklaus, heilbrigður maður af því að ég hafði góða ástæðu til þess að trúa að það væri búið að taka púðrið úr kúlunum og að Önnu hefði verið skipt út fyrir aðra stúlku.“

Anna prinsessa er systir Karls III konungs. Mynd/Wikipedia

Sagði hann að engin alvara hafi átt að vera að baki mannránstilrauninni. Þetta hafi verið gabb sem hann hefði skipulagt með vini sínum í lögreglunni, Frank að nafni.

„Hugmyndin með því að framkvæma þetta gabb var að vekja athygli á mér svo ég gæti skrifað sjálfsævisögu mína, sem ég bjóst við að fá 10 þúsund pund fyrir í höfundarlaun,“ sagði Ball í viðtalinu sem birtist 1. ágúst síðastliðinn.

Anna hafi ekki verið hrædd

Ball sagði það tilgangslaust að biðja mennina fjóra afsökunar. Þá sagði hann að Anna hefði ekki verið vitund hrædd, jafn vel þó hann hafi gripið í hana og ýtt henni í gólf bílsins. Hann þvertók hins vegar fyrir að Anna hefði sagt þessi frægu orð sem áður var vitnað í.

„Hún sagði: „Farðu bara í burtu og enginn mun hugsa meira um þetta“ sem jók tiltrú mína á að þetta væri allt saman gabb,“ sagði Ball. „Á þessum tíma hélt ég að þetta væri ekki Anna prinsessa. Hún líktist ekkert Önnu prinsessu. Persónuleikinn var ekkert eins og Anna prinsessa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“