fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 11:00

Konan hefur tilkynnt málið til lögreglunnar. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem býr í Fellabæ vaknaði við óskemmtilega reynslu á mánudagsmorgun. Búið var að skera hringlaga gat í rúðu á heimili hennar. Málið er hins vegar mjög dularfullt því að hringurinn er aðeins á ytra glerinu og langt frá opnanlegum fögum.

Í samtali við DV segist konan hafa tilkynnt málið til lögreglunnar. Hún fyllti þar út skýrslu vegna eignatjóns.

„Lögreglumaðurinn sem ég talaði við fannst þetta einmitt mjög undarlegt og það eru allir sem hafa skoðað þetta sagt að það sé augljóst eftir einhvers konar hníf/skera eða eitthvað þannig,“ segir konan.

Engar sprungur eða rispur

Ef um var að ræna tilraun til innbrots var þetta ákaflega kauðskt því að gatið var aðeins á ytra gleri rúðunnar og langt frá nokkru opnanlegu fagi. Kæmi nokkuð á óvart að einstaklingur með svona fullkomin verkfæri gerði slík mistök við innbrot.

„Bæði eru engar sprungur og rispur fyrir á glerinu sem líta út eins og verkfærið hafi runnið til. Svo er þetta bara nánast 360° hringur,“ segir konan.

Fólk sé vakandi

Konan tilkynnti málið einnig í íbúagrúbbu svæðisins og birti mynd af verknaðinum. Varar hún fólk við.

„Það hefur einhver skorið svona snyrtilegt gat á rúðu heima hjá mér í nótt líklega. Í hvaða tilgangi veit ég ekki en ég vil endilega benda fólki á að hafa samband við lögregluna ef það sér eitthvað undarlegt í gangi,“ sagði hún í færslunni. „Ég held satt best að segja að ég þekki engan nógu vel hér fyrir austan til að vera svona illa við mig til að taka þessu persónulega en óþægilegt er þetta,“ segir hún.

Stór undarlegt

Rétt eins og konan og lögreglumaðurinn þá eru aðrir íbúar á svæðinu einnig gáttaðir á þessum skemmdarverkum.

„Þetta er stór undarlegt,“ segir ein kona.

„Skorið eða notaður brenniþráður og síðan er glerið hamrað með hamri inn. Annars væri heill hringlaga glerkubbur fyrir utan. Allt maskað gler milli rúðanna,“ segir önnur kona sem ímyndar sér hvernig þetta hafi verið gert. Í sakamálamyndum sé svona gert til þess að komast að opnanlegum fögum, en eins og áður segir var þetta ekki nálægt neinum slíkum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“