Vefur Íslandsbanka og Íslandsbankaappið liggia niðri. Þær upplýsingar fengust frá samskiptasviði bankans að unnið sé að greiningu vandans. Frekari upplýsingar liggja fyrir síðar.
Uppfært kl. 10: Vefurinn er kominn upp aftur. Upplýsingar um bilunina liggja fyrir síðar.
Uppfært kl. 10:25: Bjarney Anna Bjarnadóttir, hjá samskiptasviði bankans, segir að ekki hafi verið um tölvuárás að ræða né bilun vegna álags um mánaðamót. „Það er verið að greiða úr, þetta er komið upp hjá mörgum en ekki víst að það sé komið upp hjá öllum, vonandi gerist það bara innan hálftíma.“
„Það kom upp tæknileg bilun sem þurfti að greiða úr,“ bætir hún við, en unnið er að frekari greiningu atviksins.
Uppfært kl. 10:46: Kerfin eru nú komin upp aftur og þjónustur virka eðlileg hjá öllum.