fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 16:51

Högni Bergþórsson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Trefjum, Óskar Hafnfjörð Auðunsson, forstjóri Trefja, Guðjón Rúnar Sveinsson og Kristján Arason, frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trefjar skrifuðu á dögunum undir samning um smíði á nýjum björgunarbáti fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 32 og er hann sérhannaður til björgunarstarfa af ýmsu tagi. Heildarlengd bátsins er 10.4 m og er hann 3,4 m á breidd. Áætlaður ganghraði bátsins er yfir 30 sjómílur og drægni er um 120 – 180 sjómílur, eins og segir í tilkynningu.

,,Hönnun bátsins er byggð á áralangri reynslu Trefja við smíði vinnubáta af ýmsu tagi. Endanleg útfærsla var svo gerð í nánu samstarfi við sjóbjörgunarteymi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Báturinn er smíðaður eftir Norðurlandareglum sem gerðar eru fyrir báta af þessari gerð. Hann uppfyllir jafnframt íslenskar sérkröfur um björgunarbáta sem gerðir eru út frá landi,“segir Högni Bergþórsson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Trefjum.

 Við hönnun bátsins var tekið mið af þörfum íslenskra björgunarsveita að sögn Högna.

Nýi björgunarbáturinn sem Trefjar smíða fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

,,Auðvelt er að koma 10-12 manns fyrir í sætum í bátnum. Opið afturdekk gerir björgun úr sjó auðveldari. Báturinn verður með handhægar dælur um borð til að sinna dælingum ef þörf krefur. Sérstakt tillit er tekið til krafna varðandi sjálfréttingu og taka vélbúnaður og loftinntök bátsins mið af því. Stöðugleikagögn eru gerð til samræmis,“ segir Högni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn