fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 21:30

Maðurinn lést eftir að hafa sogast inn í þotuhreyfilinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri sogaðist inn í þotuhreyfil á flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Miklar raskanir og tafir á flugi urðu á vellinum vegna slyssins.

Maðurinn, sem var 35 ára gamall, komst í gegnum öryggisgæslu og hljóp inn á flugbrautina á Milan-Bergamo flugvellinum um klukkan 10:00 í dag. Var hann eltur af lögreglu en þá endaði hann fyrir framan þotuhreyfil sem var í gangi og sogaðist inn í hann.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til með að brjótast inn á flugbrautina en ekki er útilokað að hann hafi ætlað að enda sitt líf.

Samkvæmt blaðinu Il Corriere della Sera var maðurinn var hvorki farþegi í flugi né starfsmaður á flugvellinum. Hann hafði lagt bílnum sínum utan við flugbrautina og náði að komast í gegnum öryggishurð við þann stað þar sem farangur er ferjaður út og inn á flugbrautina. Rannsókn stendur yfir hvernig maðurinn náði að komast fram hjá öryggisgæslunni.

Alls var 19 flugferðum aflýst vegna slyssins. 12 frá og 7 til Mílanó. Flug byrjaði aftur um hádegið en miklar tafir urðu á flugferðum í allan dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“