fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Þeir eru kallaðir „síðustu 500“ og eru vaxandi vandamál fyrir stríðsrekstur Pútíns

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. maí 2025 03:11

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið í á fjórða ár og þrátt fyrir að Rússar séu með frumkvæðið á vígvellinum um þessar mundir, þá benda nýjar upplýsingar, sem hefur verið lekið frá rússneska hernum, til þess að hann glími við ákveðið vandamál.

Í hinni opinberu áróðursmaskínu Pútíns er talað um góðan gang í sókn Rússa og að mikill fjöldi Rússa gangi til liðs við herinn af fúsum og frjálsum vilja. En því er haldið vandlega leyndu að tugir þúsunda hermanna hafa gerst liðhlaupar og eru í felum og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að yfirvöld finni þá.

Þetta er vandamál, sem hefur bara aukist, í takt við að stríðið, sem Pútín taldi að myndi aðeins vara í nokkra daga eða vikur, hefur dregist á langinn.

Á undanförnum mánuðum hefur sú von farið vaxandi meðal rússnesku þjóðarinnar að vopnahlé geti fljótlega orðið raunin. En árangurslausar þreifingar að undanförnu hafa að mestu leyti gert út af við þessar vonir.

Sögur um mikinn fjölda liðhlaupa hafa lengi grasserað á rússneskum samfélagsmiðlum og í útlægum rússneskum fjölmiðlum. Síðasta haust skýrði miðillinn Vazjnye Istorii frá rússneskum herdeildum sem tæplega 20% af hermönnunum höfðu gerst liðhlaupar.

Á rússnesku herslangi eru liðhlauparnir kallaðir „síðustu 500“ („síðustu 200“ er þeir föllnu og „síðustu 300“ eru þeir særðu). Í „síðustu 500“ hópnum eru að mati Vazjnyje Istorii rúmlega 50.000 menn. Byggir miðillinn þetta á tölum sem hann hefur kafað ofan í og greint.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga