fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Margrét Hauksdóttir er látin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, er látin, sjötug að aldri. Hún varð bráðkvödd í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum í Flóa í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá andláti hennar.

Margrét var húsmóðir og ráðherrafrú en eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.

Margrét fæddist þann 3. apríl 1955 og ólst upp á Stóru-Reykjum og gekk í Þingborgarskóla. Þaðan lá leiðin í Gagnfræðaskólann á Selfossi og svo í Húsmæðraskólann í Reykjavík.

Guðni og Margrét eignuðust þrjár dætur; Brynju (1973), Agnesi (1976) og Sigurbjörgu (1984).

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að ævistarf Margrétar á fyrri árum hafi verið ýmis þjónustu- og umönnunarstörf á Selfossi og í Reykjavík. Hún fylgdi svo Guðna í störfum hans sem embættismaður.

Margrét og Guðni héldu heimili bæði á Selfossi og í Reykjavík og festu kaup á íbúð í miðbæ Selfoss þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Þau voru nýlega flutt aftur til Reykjavíkur þegar hún lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum