fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Margrét Hauksdóttir er látin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, er látin, sjötug að aldri. Hún varð bráðkvödd í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum í Flóa í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá andláti hennar.

Margrét var húsmóðir og ráðherrafrú en eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.

Margrét fæddist þann 3. apríl 1955 og ólst upp á Stóru-Reykjum og gekk í Þingborgarskóla. Þaðan lá leiðin í Gagnfræðaskólann á Selfossi og svo í Húsmæðraskólann í Reykjavík.

Guðni og Margrét eignuðust þrjár dætur; Brynju (1973), Agnesi (1976) og Sigurbjörgu (1984).

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að ævistarf Margrétar á fyrri árum hafi verið ýmis þjónustu- og umönnunarstörf á Selfossi og í Reykjavík. Hún fylgdi svo Guðna í störfum hans sem embættismaður.

Margrét og Guðni héldu heimili bæði á Selfossi og í Reykjavík og festu kaup á íbúð í miðbæ Selfoss þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Þau voru nýlega flutt aftur til Reykjavíkur þegar hún lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga