fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Flugvél nauðlenti á Suðurlandsvegi í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 07:19

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins hreyfils flugvél var nauðlent á Suðurlandsvegi á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að vélin varð vélarvana. Í dagbók lögreglu kemur fram að flugmaður hafi sloppið ómeiddur frá atvikinu en töluverðar aðgerðir fóru fram við að koma vélinni af vettvangi.

Fréttastofa Vísis birti myndband af nauðlendingunni sem Ástþór Ernir Hrafnsson tók. „Það kemur flugvél rétt hjá okkur og tekur beygju. Hreyfillinn er augljóslega ekki í gangi. Svo lendir hún bara á þjóðveginum, skoppar þar,“ segir hann við Vísi.

Lögregla og Rannsóknarnefnd flugslysa rannsaka nú málið.

Einn gistir fangageymslur lögreglu eftir nóttina og eru alls 65 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Tilkynnt var um umferðarslys í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði þar sem ökumaður mótorhjóls missti stjórn á því og hafnaði utan vegar. Hann reyndist óslasaður en hjólið var laskað eftir óhappið.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, þar sem bifreið var ekið á grindverk og endaði utan vegar. Ökumaður var með minniháttar eymsli en bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin af vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið