fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. maí 2025 08:00

Breskir hermenn á æfingu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á æðstu stöðum í breska stjórnkerfinu hefur verið ákveðið að undirbúa landið undir ansi svakalega sviðsmynd – Beina árás Rússa á landið.

The Telegraph skýrir frá þessu og segir að ástæðan fyrir þessu sé að óttast sé að Bretar standi Rússum langt að baki þegar kemur að hernaðarátökum. Einnig sé óttast að landið sé algjörlega óundirbúið ef þessi slæma sviðsmynd raungerist.

Miðillinn segir að búið sé að biðja embættismenn um að uppfæra 20 ára gamlar viðbragðsáætlanir. Þessar áætlanir innihalda að sögn viðbragðsáætlun um hvernig á að bregðast við á fyrstu dögunum eftir árás og eru til áætlanir um viðbrögð við árásum með hefðbundnum vopnum, kjarnorkuvopnum eða umfangsmiklar tölvuárásir.

Áætlununum er einnig ætlað að veita forsætisráðherranum og ríkisstjórninni leiðbeiningar um hvernig á að stýra landinu á stríðstímum og hvenær ráðherrarnir eiga að leita skjóls í neðanjarðarbyrgjum í Lundúnum eða utan Lundúna.

Áætlanirnar ná einnig til konungsfjölskyldunnar og hvaða hlutverki ríkismiðillinn BBC á að gegna í upplýsingamiðlum til þjóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi
Fréttir
Í gær

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“
Fréttir
Í gær

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina
Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Í gær

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“
Fréttir
Í gær

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara