Fréttastofa RÚV greindi frá þessu í morgun en í fréttinni kemur fram að vitni hafi kallað til lögreglu um klukkan 21 í gærkvöldi. Í frétt Vísis kemur fram að óbreyttir borgarar í skemmtisiglingu hafi siglt fram á líkið.
Rannsókn á málinu stendur yfir og eru ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.