Tilkynnt ar um reiðhjólaþjófnað í miðborginni til lögreglu í dag en sá sem tilkynnti um þjófnaðinn er grunaður um líkamsárás gegn hinum meinta þjófi. Samkvæmt dagbók lögreglu var málið leyst með aðkomu forráðamanna og barnaverndar.
Tilkynnt var um mann sem var fastur uppi í tré í miðborginni í dag og var hann losaður úr trénu með aðstoð slökkviliðs.
Tilkynnt var um menn að selja fíkniefni í hverfi 109. Þeir fundust og var einn þeirra kærður fyrir vörslu fíkniefna.