fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Konan sem felldi prinsinn er látin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. apríl 2025 08:13

Virginia Giuffre

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virginia Giuffre, sem var ein af þeim fyrstu til að saka bandaríska auðkýfinginn og kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein um að hneppa sig í kynlífsmansal, er látin. Giuffre öðlaðist heimsfrægð þegar hún sakaði Andrés Bretaprins um að vera meðal þeirra sem beittu hana kynferðislegu ofbeldi á meðan hún var föst í viðjum Epstein. Andrés neitaði ásökununum en gerði það með svo ótrúverðugum hætti að hann neyddist á endanum til að draga sig í hlé frá konunglegum skyldustörfum.

Giuffre sem var bandarísk var 41 árs þegar hún lést á heimili sínu í Ástralíu. Hún lætur eftir sig þrjú börn en dánarorsökin er sjálfsvíg. Fjölskylda hennar segir í tilkynningu að misnotkunin sem hún varð fyrir hafi á endanum einfaldlega orðið of þung byrði fyrir hana.

Hún var aðeins á táningsaldri þegar hún lenti í klónum á Epstein í kringum aldamótin. Andrés prins og Epstein voru vinir en Giuffre sagðist hafa verið misnotuð af prinsinum, að áeggjan Epstein, þegar hún var aðeins 17 ára gömul, árið 2001 og síðan aftur eftir að hún varð 18 ára.

Stígur fram

Um áratug síðar steig Giuffre opinberlega fram með ásakanir sínar í garð Jeffrey Epstein og vinkonu hans Ghislaine Maxwell sem hafði upphaflega lokkað Giuffre til Epstein. Giuffre starfaði þá í heilsulind í eigu Donald Trump.

Giuffre varð eftir að hún opinberaði ásakanir sínar kraftmikil baráttukona gegn kynferðisofbeldi.

Maxwell afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. Epstein lést í fangelsi árið 2019. Giuffre ásakaði Andrés prins um að hafa misnotað hana nokkrum árum eftir að hún ásakaði Maxwell og Epstein. Prinsinn neitaði öllu en ótrúverðug neitun hans í sjónvarpsviðtali árið 2019, þar sem hann sagðist meðal annars ekki vera fær um að svitna, varð á endanum til að hann hefur ekki síðan gegnt konuglegum skyldustörfum. Því má segja að Giuffre hafi fellt prinsinn. Þau sömdu síðar um að hún myndi láta af málarekstri gegn honum en í staðinn greiddi prinsinn henni háa peningaupphæð.

Giuffre náði sér hins vegar á endanum aldrei af þeirri misnotkun og ofbeldi sem hún varð fyrir á yngri árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Í gær

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“