fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Ásgeir aftur ákærður fyrir skattsvik – Með slóð gjaldþrota á eftir sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 19:30

Byggingarvinna. Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært byggingarverktakann Ásgeir Arnór Stefánsson fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum.

Ásgeiri er gefið að sök að hafa sem framkvæmdastjóri og stjórnarmanni einkahlutafélagsins Aðalbóls byggingarfélags ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir árið 2023, samtals tæplega 50 milljónir króna.

Ásgeiri er ennfremur gefið að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu skatta í rekstri félagsins fyrir hluta áranna 2022 og 2024 og allt árið 2023. Samtals eru þessi vanskil upp á tæplega 30 milljónir króna og meint heildar skattsvik nema um 78 milljónum króna.

Fékk risasekt fyrir tveimur árum

Sumarið 2023 var Ásgeir sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri byggingarfélagsins Bygg Örk. Vanskil fyrirtækisins á staðgreiðslu skatta af launum starfsmanna þess námu nokkuð yfir 80 milljónum króna. Ásgeir játaði brot sín fyrir dómi og var dæmdur 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða rúmlega 152 milljónir í sekt í ríkissjóð eða sitja ella í fangelsi í eitt ár.

Hruninn byggingarkrani

Fyrirrennari Bygg Örk var byggingarfélagið Örk. Það fyrirtæki var miðpunktur í frægu slysi í miðborginni árið 2016 en þá hrundi byggingarkrani sem fyrirtækið var með á leigu í Hafnarstræti. Stórhættulegt atvik og mildi að ekki urðu slys á fólki. Ásgeir sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að kranastjórinn hefði sótt skilskilin námskeið en augljóslega ekki fengið fullnægjandi leiðsögn á þeim.

Slóð gjaldþrota

Bygg Örk varð gjaldþrota 2023 og skiptalok voru í fyrra. Við skiptalok fékkst ekkert upp í lýstar kröfur því þær eignir sem fundust í búinu fóru í skiptakostnað. Lýstar kröfur voru hátt í 323 milljónir króna.

Minnst tvö önnur félög í eigu Ásgeirs urðu gjaldþrota í fyrra. Annars vegar Börk eignarhald ehf, sem var stofnað árið 2019, og hins vegar Aðalból byggingarfélag, stofnað 2009.

Skattsvikamálið gegn Ásgeiri verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 6. maí næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann
Fréttir
Í gær

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“