fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. apríl 2025 15:30

Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingurinn Anne Appelbaum, sem sérhæfir sig í sögu einræðisríkja í Evrópu, segist hafa verulegar áhyggjur af fyrstu vikum Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna, öðru sinni, og segir að þeim svipi mjög til fyrstu skrefum einræðisstjórna fyrri tíma. Þetta kemur fram í viðtali við Appelbaum í hlaðvarpinu The Bulwark sem repúblikaninn Tim Miller stýrir. Miller, sem starfað hefur sem aðstoðarmaður og ráðgjafi, var einn af fyrstu repúblikönum sem snerust alfarið gegn Trump og stefnu hans þegar hann sóttist eftir embætti í fyrsta sinn.

Sagði Appelbaum sérstaklega hafa áhyggjur af brottvísunum frá Bandaríkjunum sem margar hverjar eru án dóms og laga. „Þetta er verulega óhugnalegt, jafnvel okkar versta fólk á skilið réttláta málsmeðferð,“ segir Appelbaum.

Mál fjölskylduföðursins Kilmar Abrego Garcia, frá Maryland, hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en honum virðist hafa verið ranglega vísað úr landi og hann fluttur í öryggisfangelsi í El Salvador. Bandarísk yfirvöld hafa harðneitað að snúa ákvörðuninni við og sækja Garcia og hefur sögusögnum um meint tengsl hans við undirheima verið dreift víða meðal stuðningsmanna ríkisstjórnar Trump.

Segir Appelbaum að þegar slíkar brottvísanir séu látnar standa og lög og reglur virtar að vettugi sé sífellt auðveldara að ganga lengra í geðþóttaákvörðunum og það sé verulegt áhyggjuefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Fréttir
Í gær

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu