fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Rússneskir milljarðamæringar hafa það gott

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 03:10

Vladimír Pútín. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir milljarðamæringar hafa aldrei haft það eins gott og nú þegar staðan er mæld í peningum. Á síðasta ári fjölgaði milljarðamæringum í landinu, er þá miðað við dollaramilljarðamæringa, úr 125 í 146.

Þetta kemur fram í árlegri samantekt Forbes. Í samantektinni kemur einnig fram að auður milljarðamæringanna er nú meiri en hann var 2021 en það var metár hvað varðar auð rússneskra milljarðamæringa.

Meðal nýrra milljarðamæringa er hinn 52 ára Vikram Punia en auður hans er metinn á 2,1 milljarða dollara. Hann fæddist á Indlandi en settist að í Rússlandi eftir að hafa stundað nám þar og stofnaði lyfjafyrirtækið Pharmasyntez. Í árslok 2020 lét Pútín fyrirtækinu í té samning um að framleiða eftirlíkingu af bandaríska lyfinu Remdesivir, sem var notað gegn kórónuveirunni. Þetta var gert án leyfis frá bandaríska fyrirtækinu Gileas Sciences sem þróaði lyfið.

Forbes segir að þessi samningur skýri auðæfi Punias að stórum hluta. Fyrirtæki hans sér einnig rússneskum sjúkrahúsum fyrir 70% þeirra lyfja sem þau kaupa.

Hvað varðar tengsl Punia við rússnesku elítuna þá er eiginkona hans, sem er rússnesk, vinur Lyudmila Ocheretnaya, sem er fyrrum eiginkona Pútíns, en þær eru sagðar hafa stundað fasteignaviðskipti saman í Moskvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Í gær

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð