fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Hafi hótað barni í Strætó – Sagst geta riðið henni í rassinn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 09:30

Atvikið átt sér stað árið 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot á barnaverndarlögum og brot gegn blygðunarsemi vegna þess sem hann sagði við barn í strætisvagni. Einnig er hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot.

Atvikið átti sér stað að kvöldi fimmtudagsins 13. október árið 2022 í strætisvagni sem ekið var um götur Reykjavíkur. Maðurinn var þar farþegi í vagninum ásamt 13 ára stúlku.

Samkvæmt ákærunni sem héraðssaksóknari hefur birt manninum hafi hann sagst geta riðið henni í rassinn og þannig sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi. Hafi það verið til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.

Að mati saksóknara telst athæfið varða við bæði barnaverndarlög og hegningarlög, það er ákvæði er varðar blygðunarsemisbrot. Gerð er einkaréttarkrafa fyrir hönd barnsins upp á 1,5 milljón króna í bætur.

Einnig er maðurinn sakaður um brot á fíkniefnalögum. Það er fyrir að hafa á sama tíma haft í vörslum sínum 0,81 grömm af amfetamíni sem lögregla fann við leit á honum.

Er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku efnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax