fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Hafi hótað barni í Strætó – Sagst geta riðið henni í rassinn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 09:30

Atvikið átt sér stað árið 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot á barnaverndarlögum og brot gegn blygðunarsemi vegna þess sem hann sagði við barn í strætisvagni. Einnig er hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot.

Atvikið átti sér stað að kvöldi fimmtudagsins 13. október árið 2022 í strætisvagni sem ekið var um götur Reykjavíkur. Maðurinn var þar farþegi í vagninum ásamt 13 ára stúlku.

Samkvæmt ákærunni sem héraðssaksóknari hefur birt manninum hafi hann sagst geta riðið henni í rassinn og þannig sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi. Hafi það verið til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.

Að mati saksóknara telst athæfið varða við bæði barnaverndarlög og hegningarlög, það er ákvæði er varðar blygðunarsemisbrot. Gerð er einkaréttarkrafa fyrir hönd barnsins upp á 1,5 milljón króna í bætur.

Einnig er maðurinn sakaður um brot á fíkniefnalögum. Það er fyrir að hafa á sama tíma haft í vörslum sínum 0,81 grömm af amfetamíni sem lögregla fann við leit á honum.

Er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku efnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Syndis kaupir Ísskóga

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“