fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Óhugnanlegt kynferðisbrot: Tveir menn sagðir hafa tekið nauðgun upp á myndband – Níddust á ólögráða stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 17:00

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir kynferðisbrot framin í félagi að nóttu einhvern tíma á síðasta ári.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa haft samræði við stúlku undir lögaldri án hennar samþykkis og að hafa þar nýtt sér ölvunarástand hennar svo hún gat ekki spornað við verknaðinum. Brotið var framið í herbergi á þáverandi dvalarstað stúlkunnar. Í ákærunni er þetta orðað svo:

„Nauðgun, með því að hafa báðir haft samræði og ákærði X einnig haft önnur kynferðismök við A, án hennar samþykkis og beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar, en ákærði X klæddi hana úr buxum og nærbuxum, stakk fingrum sínum í leggöng hennar, hafði við hana munnmök og samræði, þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og ákærði Y hafði við hana samræði skömmu síðar, en A gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.“

Mennirnir eru jafnframt ákærðir fyrir að hafa útbúið myndskeið af nauðguninni án samþykkis eða vitneskju brotaþolans.

Móðir stúlkunnar gerir kröfu um miskabætur fyrir hennar hönd að fjárhæð sex milljónir króna.

Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í gær, 2. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða