fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyringurinn Ari Rúnarsson, sem er fæddur árið 1990, hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán, auk brots gegn valdstjórninni.

Ákært er vegna atvika frá föstudeginum 3. mars árið 2023, á heimili Ara við Gránufélagsgötu á Akureyri. Er hann sakaður um að hafa svipt mann frelsi og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná af honum verðmætum.

Í ákæru er Ari sagður hafa boðið brotaþola að gista hjá sér en fljótlega eftir að í íbúðina var komið hélt hann því fram að hann skuldaði óþekktum erlendum mönnum peninga sem hann yrði að borga samstundis. Meinaði hann honum að yfirgefa íbúðina og tók af honum iPhone 14 síma, tvær MacBook fartölvur, Playstation tölvu og tvær Playstation fjarstýringar. Í kjölfarið ógnaði Ari brotaþolanum með hníf, skærum og sprautunálum og skipaði honum að greiða sér eina milljón króna.

Ari gaf brotaþolanum færi á að hafa samband við föður sinn til að útvega peningana sem hann var að kúga út úr honum en neyddi hann til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um líkamsmeiðingar frá erlendum mönnum greiddi hann ekki fíkniefnaskuld samstundis og að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga.

Í kjölfarið festi Ari brotaþolann við stól með límbandi og batt fyrir munn hans með límbandi, sló hann og sparkaði í hann. Hann var síðan losaður úr stólnum og látinn sitja á gólfinu þar sem hann fékk vatn úr skál. Loks fékk Ari óþekktan erlendan aðila til að fara inn í íbúðina og innheimta „skuldina“. Segir í ákærunni að brotaþoli hafi ekki losnað úr prísundinni fyrr en átta tíma eftir frelsissviptinguna, þegar lögregla koma á vettvang.

Við handtökuna hótaði Ari lögreglumanni og er hann því einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni.

Var eftirlýstur af Interpol

Ari Einarsson á skrautlegan og alvarlegan brotaferil að baki. Árið 2018 gaf alþjóðalögreglan Interpol út handtökuskipun á hann að beiðni íslenskra yfirvalda vegna vopnaðs ráns og líkamsárásar á Akureyri.

Um svipað leyti var hann ákærður fyrir að hafa í félagi við annan karlmann ráðist með hótunum og ofbeldi á mann á Akureyri. Hótuðu þeir að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit og búta niður kærustu hans, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans. (Sjá mbl.is).

Nýja málið gegn Ara verður þingfest við Héraðsdóm Norðurlands eystra þann 2. apríl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“
Fréttir
Í gær

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“