fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Meltingarlæknir um „þögla morðingjann“: Segir að allir séu í hættu, hverjir sem þeir eru

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. mars 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta krabba­mein hef­ur því verið nefnt „hinn þögli morðingi“,“ segir Ásgeir Theódórs, sérfræðingur í meltingarlækningum og heilbrigðisstjórnun, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar gerir hann ristilkrabbamein að umtalsefni og segir hann að þessi tegund krabbameins fari ekki í manngreinarálit og allir séu í hættu, hverjir sem þeir eru.

Bendir hann á að eftir meira en 40 ára umræðu og allnokkurn undirbúning hafi nú komið fram í fjölmiðlum að brátt skuli hefja lýðgrundaða skimun eft­ir ristil­krabba­meini hjá tak­mörkuðum hópi fólks hér á landi. Fyrst um sinn verður leitað að blóði í hægðum hjá einkennalausu fólki sem hefur náð 69 ára aldri, en leit síðan aukin hjá fleiri aldurshópum, að fenginni reynslu.

Knýjandi þörf fyrir aukna vitund

„Víða um heim er nú vak­in at­hygli á bar­átt­unni gegn ristil­krabba­meini og er mars­mánuður til­einkaður þeirri bar­áttu á hverju ári. Sam­tök­in World Endoscopy Organization (WEO) hafa hvatt til vit­und­ar­vakn­ing­ar í þess­um mánuði,” segir Ásgeir.

Hann nefnir að á hverju ári greinist um tvær millj­ón­ir manna með krabba­mein í ristli og endaþarmi sem síðan hef­ur al­var­leg áhrif á millj­ón­ir ein­stak­linga á heimsvísu.

„Það er sorg­legt til þess að vita að um ein millj­ón manns láti lífið ár­lega og er sjúk­dóm­ur­inn ein aðaldánar­or­sök­in á okk­ar tím­um. Þetta minn­ir al­var­lega á að knýj­andi þörf er fyr­ir aukna vit­und okk­ar um sjúk­dóm­inn, aðferðir til að greina hann snemma og aðgerðir til að fjar­lægja forstig hans og fyr­ir­byggja frek­ari vöxt og út­breiðslu,“ segir hann.

Getur versnað án einkenna

Eins og að framan greinir segir Ásgeir að allir séu í hættu og sjúkdómurinn fari ekki í manngreinarálit.

„Áhættuþætt­ir tak­mark­ast ekki við ald­ur eða upp­runa. Lífs­stíll svo sem tak­mörkuð hreyf­ing, óholl fæða, reyk­ing­ar og óhóf­leg neysla áfeng­is eyk­ur áhætt­una á að fá sjúk­dóm­inn. Sjúk­ling­ar með bólgu­sjúk­dóma í melt­ing­ar­vegi og fjöl­skyldu­sögu um ristil­krabba­mein eru í meiri áhættu. Þrátt fyr­ir að ein­kenni eins og blóð í hægðum, viðvar­andi kviðverk­ur og óskýrð megr­un séu viðvör­un­ar­merki get­ur sjúk­dóm­ur­inn oft búið um sig og versnað án ein­kenna þar til hann er greind­ur á síðari stig­um,“ segir hann og bætir við að af þessum ástæðum hafi þetta krabbamein því verið nefnt „hinn þögli morðingi“. Þetta sé ástæðan fyrir því að reglubundin skimun, það er leit hjá einkennalausum einstaklingum, sé nauðsynleg og skynsamleg.

„Nú er mælt með að reglu­bund­in skimun eft­ir ristil­krabba­meini byrji að jafnaði hjá ein­kenna­laus­um ein­stak­ling­um sem eru 45 eða 50 ára og haldi áfram til 75. ald­ursárs. Til­gang­ur­inn felst í að finna og fjar­lægja forstigið og krabba­mein á byrj­un­arstigi, en þá næst best­ur ár­ang­ur. Ákjós­an­leg­ast er að skimun­in sé fram­kvæmd með skipu­lögðum lýðgrunduðum hætti með því mark­miði að sem allra flest­ir af þeim sem eru boðaðir verði þátt­tak­end­ur,“ segir Ásgeir.

Hann segir að ábyrgð heil­brigðis­starfs­manna og leiðenda á sviði melt­ing­ar­lækn­inga sé mik­il í að fræða og gera fólki kleift að skilja mik­il­vægi for­varna gegn ristil­krabba­meini.

„For­varn­araðgerðir (t.d. ristil­spegl­un) og snemm­grein­ing lækka ný­gengi og dán­artíðni. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að tryggja að fólk, hver svo sem staða þess er í þjóðfé­lag­inu, geti nýtt sér þær upp­lýs­ing­ar og aðgerðir sem beitt er,“ segir Ásgeir sem sendir brýningu til landsmanna að lokum.

„Höld­um áfram bar­átt­unni, með ákveðni, ástríðu og þeirri staðföstu trú að við get­um náð því tak­marki í framtíðinni að fólk falli ekki í val­inn að óþörfu vegna krabba­meins í ristli og endaþarmi. Í þess­um mars­mánuði er því tak­markið að við sam­ein­umst á heimsvísu í vit­und­ar­vakn­ingu gegn ristil­krabba­meini. Kynntu þér hvað þú get­ur gert til að fyr­ir­byggja þetta krabba­mein, sem er eitt af ör­fá­um krabba­mein­um þar sem við þekkj­um forstig­in og get­um brugðist við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist