fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Kraftaverk í Alaska – Feðgin hírðust á væng flugvélar sem hrapaði á stöðuvatni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. mars 2025 19:30

Litlu mátti muna að vélin sykki í vatnið. Mynd/Þjóðvarðlið Alaska

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmaður og tvö börn björguðust á eftir flugslys með því að klifra út á væng flugvélar. Þar biðu þau í tólf klukkutíma eftir björgun. Málið er sagt kraftaverki líkast.

Fréttastofan AP greinir frá þessu.

Tilkynning barst á mánudag um að lítil flugvél hefði týnst í Alaska. Var óskað eftir því að sjálfboðaliðar tækju þátt í leitinni.

Einn af þeim var maður að nafni Terry Godes, sem sá tilkynninguna og hélt af stað í sinni eigin flugvél til að leita. Alls fóru um tólf vélar í loftið til að leita en hin týnda flugvél var ekki með neinn neyðarsendi sem gat gefið staðsetninguna til kynna.

Bað fyrir fólkinu

Godes hélt í átt að stöðuvatninu Tuskumena, sem er ísilagt stöðuvatn við jökulsporð, sunnarlega í Alaska. Aðstæður voru ekki góðar og skýjahula yfir stóru svæði. En á vatninu sá hann hann flak vélarinnar sem leitað var að, að hluta ofan í ísilögðu vatninu.

„Hjarta mitt brast við að sjá þetta,“ sagði Godes í viðtali. „En eftir því sem ég flaug neðar og neðar sá ég að það voru þrjár manneskjur ofan á vængnum.“

Sagðist hann hafa farið með litla bæn, í þeirri von að fólkið væri á lífi. Sá hann loks að það var raunin.

„Þau voru á lífi og hreyfðu sig,“ sagði hann. Veifuðu þau Godes þegar hann flaug í áttina til þeirra.

Brakið var af vél Piper PA-12 Super Cruiser. Fullorðinn maður hafði farið með tveimur dætrum sínum á táningsaldri í útsýnisflug með þessum afleiðingum.

Faðirinn kaldur en enginn í lífshættu

Goes lét þjóðvarðlið Alaska vita að fólkið væri á lífi og hefðist við á væng vélarinnar við enda Tuskumena vatns. Var þeim bjargað skömmu seinna með þyrlu. Að sögn þjóðvarðliðsins var farið með fjölskylduna á sjúkrahús til aðhlynningar. En meiðsli þeirra væru ekki lífshættuleg. Stúlkurnar voru þurrar en faðirinn hafði á einhverjum tímapunkti farið ofan í vatnið. Hann var þess vegna með einkenni ofkælingar.

„Þau voru langa, kalda, dimma og blauta nótt úti ofan á væng flugvélar sem þau höfðu ekki gert ráð fyrir að gera,“ sagði Godes. Málið allt saman væri kraftaverk, bæði það að fjölskyldan hafi getað haldið sig á vængnum í um tólf klukkustundir og að vélin hafi ekki sokkið ofan í vatnið á þeim tíma. „Það er mjög kalt og dimmt þarna úti á nóttunni,“ sagði Godes.

Ekki liggur fyrir hvers vegna vélin hrapaði. Málið er nú til rannsóknar hjá bandarísku flugmálastofnuninni, FAA.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist