fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Hópamyndun ungmenna í gærkvöldi: Lögreglumaður kýldur og annar bitinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. mars 2025 07:22

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með eftirlit með hópamyndun ungmenna við verslunarkjarna í gærkvöldi. Um var að ræða lögreglumenn í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti.

Í skeyti frá lögreglu nú í morgunsárið kemur fram að eitt ungmenni hafi haft sig mest í frammi og gekk það öskrandi að lögreglumanni en var ýtt frá.

„Ungmenni kýldi þá lögreglumanninn í síðuna og beit svo annan þegar verið var að yfirbuga og færa í handjárn. Svo fundust fíkniefni á viðkomandi,“ segir lögregla.

Í sama umdæmi var tilkynnt um ungmenni í sjoppu með ónæði en þau voru farin þegar lögregla kom á vettvang.

Þá komst 17 ára ökumaður í hann krappan í umdæmi lögreglustöðvar 1 eftir að tilkynnt var um að hann hefði verið að spóla í hringi á bifreiðastæði við verslun. Dekk var sagt hafa sprungið og bifreiðin endað á vegriði. Hún var óökufær á eftir en ökumaður óslaður. Þar sem ökumaðurinn ungi er einungis 17 ára voru foreldrar upplýstir um málsatvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist