fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Rannsaka hvort Rússar beri ábyrgð á eldsvoðanum sem lamaði Heathrow-flugvöll

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. mars 2025 13:00

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í tengivirkinu skammt frá Heathrow-flugvelli. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háværar raddir eru uppi um að Rússar kunni að bera ábyrgð á eldsvoðanum við Heathrow-flugvöll og að hin meinta árás sé liður í skæruliðaárásum austurveldisins á innviði í Evrópu. Daily Mail fjallar um málið og segir að hryðjuverkadeild Scotland Yard rannsaki eldsupptök og beini sérstaklega sjónum sínum að því hvort fótur sé fyrir þessum kenningum.

Þá sé grafalvarlegt að svo mikilvægir samfélagsinnviðir eins og Heathrow-flugvöllur liggi svo auðveldlega við höggi.

Yfir 1.300 flug til og frá Heathrow, sem er fjölfarnasti flugvöllur Bretlands, urðu fyrir áhrifum vegna eldsvoðans og þurfti ýmist að aflýsa þeim eða beina þeim á aðra flugvelli.

Eldurinn kviknaði í tengivirki við bæinn Hayes, sem er skammt frá flugvellinum stóra. Auk áhrifanna á flugvöllinn þurftu um 150 íbúar að rýma hús sín í grennd við tengivirkið.

Ráðamenn ríkja í Vestur-Evrópu hafa um skeið ítrekað sakað Rússa um ýmis skemmdarverk um álfuna alla og haldið því fram að þær séu liður í því að skapa usla og sá fræjun óeiningar varðandi stuðning við Úkraínu meðal bandalagsríkja. Til að mynda halda Frakkar því fram fullum fetum að Rússar hafi staðið á bak við skemmdarverk á lestarkerfum Parísarborgar í aðdraganda Ólympíuleikanna í fyrra.

Rússar hafa hins vegar þráfaldlega neitað því að standa á bak við slíkar árásir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnlaugur Claessen er látinn

Gunnlaugur Claessen er látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina