fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Vilja færa fjórðungssjúkrahúsið frá Neskaupstað til Egilsstaða

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 17. mars 2025 12:30

Sumir vilja flytja sjúkrahúsið til Egilsstaða. Mynd/Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega hundrað hafa skrifað undir undirskriftalista um að færa fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða. Samgöngur til og frá Egilsstöðum eru tryggari.

Undirskriftalistinn er á island.is og er í gildi til 6. apríl næstkomandi. Þegar þetta er skrifað hafa 111 manns skrifað undir listann.

„Skorum á stjórnvöld að færa fjórðungssjúkrahúsið úr Neskaupstað til Egilsstaða,“ segir í færslu með undirskriftalistanum. „Þar eru flugvöllur sem er opinn allt árið og engin snjóflóðahætta líkt og í Neskaupstað.“

Ófært um vetur

Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað þjónustar allt Austurland. Bygging hófst árið 1944, það var vígt árið 1957 og stækkað árið 1982.

Staðsetningin hefur hlotið gagnrýni áður en áður en Norðurfjarðargöng voru opnuð árið 2017 reyndist oft erfitt að koma sjúklingum frá öðrum byggðalögum á spítalann yfir veturinn. Vegurinn um Oddsskarð hefur oft orðið ófær sem meðal annars hefur orsakað að þungaðar konur hafa ekki komist á spítalann.

Varði staðsetninguna

Aðrir hafa komið staðsetningunni til varnar. Meðal annars Stefán Þorleifsson heitinn, sem var framkvæmdastjóri sjúkrahússins. Í grein í Austurfrétt árið 2008 rakti hann sögu sjúkrahússins, sem hafi verið bylting fyrir Austfirðinga.

„Það sem mest hefur verið þrefað um undanfarið er staðsetning sjúkrahússins og margur hefur sagt að það ætti auðvitað að vera á Egilsstöðum því að þar væri það miklu betur í sveit sett,“ sagði Stefán í greininni og hvatti til þess að fólk hætti röfli um staðsetninguna. „Því er til að svara að fyrir Egilsstaði og nágrenni væri það betur staðsett þar, en alls ekki fyrir íbúa annara sveitarfélaga á mið Austurlandi nema þá Seyðisfjörð og Borgarfjörð. Í þau 30 ár sem ég vann við F.S.N. varð ég þó ærið oft vitni að því að þegar landleiðirnar lokuðust frá þessum stöðum upp til Héraðs og að þá var sjóleiðin valin til Norðfjarðar. Og nú í dag eru staðsettir hér og víða á Austurlandi gífurlega hraðskreiðir og öflugir björgunarbátar sem eru færir í flestan sjó. Oft er talað um að hin svo kallaða Oddsskarðleið sé hin versta á Austurlandi. Það er að vísu satt að þetta er hár og erfiður fjallvegur, en undanfarna vetur hefur Oddskaðvegurinn ekki lokast mikið oftar en Fagradalsvegur og þá leið tel ég í raun hættulegustu leiðina á mið-Austurlandi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“