fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Harpa segir sundrungu ríkja innan VR og skýtur föstum skotum á sitjandi formann

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. mars 2025 12:30

Frá vinstri: Halla Gunnarsdóttir og Harpa Sævarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa Sævarsdóttir, stjórnarmaður í VR og fyrrverandi varaformaður félagsins, gagnrýnir sitjandi formann og einn frambjóðanda til formannsembættis, Höllu Gunnarsdóttur, harkalega í aðsendri grein á Vísir.is í dag.

Harpa segir sundrungu ríkja innan stjórnar félagsins, þveröfugt við það sem Halla heldur fram:

„Nú standa yfir kosningar til formanns og stjórnar hjá VR, þar eru nokkrir frambærilegir kostir og sitjandi formaður Halla Gunnarsdóttir. Því miður hefur allt starf innan VR farið á verri veg og mikil sundrung innan stjórnar sem er ekki heillavænlegt fyrir félagið.

Það er því sérkennilegt að sjá í fjölmiðlum þegar Halla heldur því fram að eftir að hún tók við formennsku hafi aldrei verið meiri friður og samvinna innan stjórnar VR, því er hins vegar þveröfugt farið og sjaldan verið eins mikil sundrung og ósætti þar innan dyra. Réttkjörnir stjórnarmenn eru sakaðir um vanhæfi til þess að gegna stjórnarstörfum og eru hundeltir af rannsóknarnefnd um hæfi.“

Harpa segir að flestir stjórnarmenn vinni af heilindum og erfitt sé fyrir fólk að vera borið ósönnum sökum. Ennfremur skrifar hún:

„Fundarstjórn er nánast engin þar sem fólk veður upp með frekju og æsing ef allir eru ekki sammála því sem er verið að leggja fram af formanni og jafnvel er slökkt á viðkomandi í miðjum umræðum (þeir sem eru á fjarfundi). Þetta eru vinnubrögð sem Halla Gunnarsdóttir kemur með að borðinu fyrir VR félaga.“

 Harpa sparar ekki stóryrðin gegn Höllu og segir að VR fari í endanlega í vaskinn ef hún verður kjörin formaður. Hún segir Höllu hafa notað úthringiver sitt til að rægja annan frambjóðanda, Bjarna Þór Sigurðsson:

„Það er ekki drengileg framkoma en kemur ekki á óvart því miður. Bjarni Þór á ekki skilið þá ófræingarherferð sem Halla stendur fyrir gagnvart honum. Ég hef unnið með Bjarna í mörg ár innan stjórnar og ber honum söguna vel og yrði hann mun betri kostur fyrir VR ef hann næði kjöri sem formaður VR.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi
Fréttir
Í gær

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“