fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. mars 2025 17:30

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að draga að sér rúmlega fjörtíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar, þar af millifærði hann fimm milljónir króna inn á bankareikning dóttur sinnar, árið 2021, sem þá var 18 ára að aldri.

Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúinu. Hann og yngri bróðir hans eru erfingjar móðurinnar.

Þá eru listuð upp sjö tilvik, hið fyrsta 3. júní 2019 og hið síðasta 26.apríl 2021, þar sem maðurinn millifærði eða tók út fjármuni af reikning móður sinnar sem samtals nema 40,3 milljónum króna.

Móðir mannsins lést í desember árið 2018 en tæpum sex mánuðum síðar veiti Sýslumaður erfingjum heimild til einkaskipta og var ákærði skipaður umboðsmaður erfingjanna. Það gekk þó ekki betur en svo að dánarbúið var tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í janúar 2022.

Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt 19 milljónir af áðurnefndum 40,3 milljónum með því að millifæra 5 milljónir inn á reikning dóttur sinnar, eins og áður segir, og 14 milljónir inn á eigin reikning.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness en þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“