fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 11. mars 2025 12:21

Svæðið er viðkvæmt fuglasvæði. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla er á vettvangi við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi þar sem mannlaus deilibíll fannst hálfur ofan í drullupytti.

Lögreglu barst tilkynning frá borgara klukkan 11:44 í dag um bíl sem væri utan vegar og hálfur ofan í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Lögreglumenn eru nú á vettvangi.

„Lögreglumenn eru á staðnum núna. Deilibíll frá Hopp er fastur í drullupytti alveg við tjörnina. Bíllinn er mannlaus,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Næsta verkefni lögreglu er væntanlega að fá aðstoð til að draga bílinn þarna upp og rannsaka svo af hverju hann er þarna,“ segir hann.

Eins og sést á ljósmynd sem vegfarandi tók er bíllinn á viðkvæmu svæði þar sem er mikið fuglalíf.

Ekki náðist í þjónustustjóra Hopp fyrir vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu