fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Hádegisfundur um spilafíkn og spilakassarekstur Háskóla Íslands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. mars 2025 09:59

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) standa fyrir hádegisfundi í aðdraganda komandi rektorskjörs við Háskóla Íslands í samstarfi við hóp kennara og nemenda sem vilja að skólinn hætti rekstri spilakassa. Fundurinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, mánudaginn 10. mars n.k. frá klukkan 12:20 til 13:20.

Í tilkynningu um fundinn segir:

„Frá árinu 1993 hefur Háskóli Íslands fjármagnað nýjar byggingar sínar og viðhald á þeim með rekstri spilakassa. Bróðurpartur þessara fjármuna kemur úr vösum fólks sem stríðir við spilafíkn, enda eru spilakassarnir hugvitsamlega hannaðir þannig að með spilurunum þróist fíknihegðun. Spilafíkn eyðileggur líf, sambönd og fjölskyldur. Hún veldur samfélagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum skaða. Hún leiðir til gjaldþrota, heimilisleysis, andlegra veikinda og sjálfsvíga. Með rekstri spilakassanna spilar Háskólinn með líf fólks, efnahag þess og heilsu.“

Dagskrá fundarins:

12:20-12:30 Kristján Jónasson prófessor við Háskóla Íslands setur fundinn

12:30-12:40 Alma Hafsteinsdóttir formaður SÁS

12:40-13:00 Heather Wardle prófessor í félagsvísindum við Háskólann í Glasgow og höfundur bókarinnar Games Without Frontiers? Socio-historical Perspectives on the Gaming/Gambling Intersection, 2021 (á skjá)

13:00-13:10 Spurningar til Heather Wardle

13:10-13:20 Lenya Rún Taha Karim lögfræðingur og fyrrum Stúdentaráðsliði

 

Frambjóðendum í rektorskjörinu sem fer fram 18. og 19. mars nk. er sérstaklega boðið á fundinn. Í kjölfarið verður óskað eftir afstöðu þeirra til áframhaldandi reksturs spilakassanna. Svör þeirra verða birt á vefsíðunni lokum.is sem rekin er af Samtökum áhugafólks um spilafíkn. Ekki verður óskað eftir viðbrögðum þeirra á fundinum sjálfum.

Sjá Facebook-viðburð fundarins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix
Fréttir
Í gær

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“