fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Lögregla handtók átta ungmenni í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. mars 2025 07:28

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta ungmenni voru handtekin í tveimur aðskildum málum í Seljahverfi í Breiðholti í gærkvöldi.

Í skeyti frá lögreglu kemur fram að fimm ungmenni hafi verið handtekin fyrir rán og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Þau voru færð á lögreglustöð og laus að lokinni yfirheyrslu.

Þrjú ungmenni voru svo handtekin fyrir rúðubrot og var haft samband við foreldra og málið afgreitt.

Í Kópavogi var tilkynnt um eld í húsnæði en minniháttar skemmdir urðu. Að sögn lögreglu leikur grunur á að kviknað hafi í út frá sígarettustubbum og er málið í rannsókn.

Þá var tilkynnt um einstakling sem svaf í strætóskýli í Kópavogi. Var hann vakinn og hélt hann sína leið.

Í miðborginni var svo tilkynnt um innbrot og þjófnað úr heimahúsi en þaðan var stolið fartölvu. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt