fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan fylgist með skuggaflota Rússa  

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. mars 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan hefur á undanförnum misserum lagt aukinn þunga í vöktum sæstrengja við Ísland. Þá hefur gæslan orðið vör við umferð óþekktra skipa á siglingu á hafsvæðinu í kringum Ísland.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við blaðið að stofnunin vakti gaumgæfilega siglingar svokallaðs skuggaflota en um er að ræða skip sem eru á vegum Rússa.

Segir hann að þessi skip gefi gjarnan upp rangar staðsetningar og villi þannig um fyrir löggæslu- og eftirlitsaðilum. Hafa skipin verið á siglingu utan íslenskrar landhelgi en innan efnahagslögsögunnar og á alþjóðeglu hafsvæði.

Ísland á gríðarlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að sæstrengjum og er bent á það í umfjöllun Morgunblaðsins að rof á fjarskiptasambandi, hvort sem er í langan eða stuttan tíma, geti haft í för með sér mikið tjón og óhagræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og efnahag landsins.

Nánar er fjallað um eftirlit Landhelgisgæslunnar í Morgunblaði dagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“