fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Lukashenko segir að Pútín iðrist – Bjóst ekki við öllu þessu mannfalli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. mars 2025 17:30

Pútín og Lukashenko saman árið 2012. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Lukashenko, einræðisherra Hvíta-Rússlands, segir að kollegi hans, Vladimír Pútín, iðrist þess hvernig Úkraínustríðið þróaðist. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali sem fjölmiðlamaðurinn Mario Nawfal tók við Lukashenko og birti í heild sinni á X.

Í viðtalinu var komið býsna víða við en eins og kunnugt er eru þeir Lukashenko og Pútín bandamenn.

Í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann teldi að Pútín sjái eftir því að hafa ráðist inn í Úkraínu. Mörg hundruð þúsund manns – þar af stór hluti rússneskra hermanna – hafa fallið á þeim þremur árum sem liðin eru frá innrásinni.

„Mér sýnist sem svo að Pútín hafi ekki búist við því að stríðið myndi þróast með þessum hætti,“ sagði Lukashenko en tók fram að þeir hefðu ekki rætt þetta atriði sérstaklega.

Þetta var nokkrum mánuðum eftir að stríðið hófst og segir Lukashenko að þá hafi Pútín verið reiðubúinn að setjast við samningaborðið. „Hann vildi semja þegar hann sá hvað var að gerast. Þannig að ég held að hann sjái eftir því að þetta hafi þróast út í allsherjar styrjöld sem hann að líkindum bjóst ekki við.“

Lukashenko segir að friðarviðræður á milli Rússlands og Úkraínu, sem haldnar voru í Tyrklandi, vorið 2022 hafi fokið út um gluggann þar sem Boris Johnson, sem þá var forsætisráðherra Breta, hafi lagt hart að Zelensky Úkraínuforseta að gera engar málamiðlanir.

Í viðtalinu gagnrýndi Lukashenko einnig stjórnvöld í Bandaríkjunum, sérstaklega Joe Biden sem sat í stóli Bandaríkjaforseta þegar stríðið hófst. Hann hafi verið veiklundaður og ekki verið fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir til að stöðva stríðið.

„Það er í raun galið að Biden og Pútí töluðust ekki við árum saman. Ég skil ekki hvernig pólitíkin getur virkað svona á þessum tímum. Biden tók engar ákvarðanir sjálfur. Þegar honum var sagt að taka ekki símann tók hann ekki símann og þegar honum var sagt að kalla Pútín einræðisherra gerði hann það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“