fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, umboðsmaður, almannatengill og lagahöfundur, sendi Jóni Gnarr, þingmanni Viðreisnar, pillu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Forsaga málsins er sú að Jón Gnarr birti færslu á Instagram þar sem hann vakti máls á því að heilsugæslan hans væri hætt að taka við tímabókunum og nú fari þær bara í gegnum Heilsuveru. Í færslunni sagði hann svo kaldhæðinn:

„Fljótlegt og einfalt! Heimilislæknirinn minn er hvergi sjáanlegur en ég get fengið ráðgjöf um getnaðarvarnir eða jafnvel skellt mér til Selfoss í skimun fyrir leghálskrabbameini og þá tekið ljósmæðravaktina í leiðinni. Hittumst svo hress í röðinni á Læknavaktinni í kvöld,“ sagði grínistinn, fyrrverandi forsetaframbjóðandinn og nú þingmaðurinn í færslu sinni.

Einar gerði færslu Jóns að umtalsefni á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði:

„Á ég að gera það? Jón er á þingi. Flokkurinn hans er í ríkisstjórn. Hann sér eins og margir að það er eitthvað að í kerfinu. Jón er í lykilaðstöðu til að laga, láta gott af sér leiða og breyta til hins betra. Hvað gerir Jón? Kvartar á Facebook.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið