fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt síbrotamann í 9 mánaða fangelsi og til greiðslu miska- og skaðabóta vegna ótal margra brota, sem ákærði játaði að hluta, en hann neitaði þó öðru en var sakfelldur í öllum ákæruliðum.

Í fyrsta ákærulið var maðurinn sakaður um að hafa að næturlagi sumarið 2022 farið inn á þáverandi heimili barnsmóður sinnar með því að brjóta rúðu í húsnæðinu og fara þangað inn, þrátt fyrir ákvörðun lögreglustjóra skömmu áður um að honum væri bannað að koma á eða í námunda við heimilið.

Ákærði neitaði því að hafa farið inn í húsið sagðist eingöngu hafa farið þangað til að sækja fötin sín sem hafi verið í poka utandyra. Hafi hann vitað að barnsmóðir hans var ekki heima og taldi sig því ekki vera að brjóta nálgunarbann. Í lögregluskýrslu sagðist hann „hafa orðið brjálaður og misst stjórn á sér þegar hann hafi séð fötin sín úti í rigningunni en kvaðst ekki muna hvað hafi gerst eftir það. Kvaðst ákærði þó hafa farið inn í […], og það í gegnum rúðu, sem hann kvaðst hafa brotið. Kvaðst hann þó hafa farið strax daginn eftir og talað við leigusalann sem hafi farið og lagað rúðuna.“

Meðal margra annarra brota mannsins var innbrot í Litlu kaffistofuna þar sem hann spennti upp glugga. Bar hann þar við neyðarrétti þar sem bíllinn hans var bensínlaus. Dómari tók þá málsvörn ekki gilda.

Hann var auk þess ákærður fyrir tvo bílaþjófnaði, þjófnað á mótorhjóli og fjölmörg önnur brot, m.a. akstur undir áhrifum vímuefna.

Var hann dæmdur í 9 mánaða fangelsi og þarf að greiða samtals um eina milljón króna í sektir, miska- og skaðabætur og sekt.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“